Námið
Rannsóknir
HR
Neon

Opni háskólinn í HR

Opni háskólinn býður upp á námskeið sniðin að þörfum sérfræðinga og stjórnenda í íslensku atvinnulífi.
Opni háskólinn

Vegna netárásar á HR liggur vefsíða Opna háskólans niðri. Allar skráningar fara fram í gegnum Sportabler.

Námskeið
Hafa samband
 • Skrifstofa Opna háskólans er opin kl. 8:30 -16:30 alla virka daga.
 • Símasvörun er alla virka daga frá kl. 8.30 – 16.30. Síminn er 599 6300
 • Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið opnihaskolinn@hr.is

Staðsetning
 • Opni háskólinn í HR hefur aðsetur á 2. hæð í Mars álmu Háskólans í Reykjavík,
 • Menntavegi 1 (Nauthólsvík), 102 Reykjavík.

Löng og stutt námskeið

Námsframboð samanstendur af 16 löngum námslínum, styttri námskeiðum og sérsniðnum lausnum fyrir atvinnulífið.

Sniðin að atvinnulífinu

Námskeið Opna háskólans í HR eru sniðin að þörfum sérfræðinga og stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Leiðbeinendur eru ýmsir sérfræðingar akademískra deilda Háskólans í Reykjavík, fulltrúar atvinnulífsins eða erlendir gestafyrlrlesarar.

Opni háskólinn og atvinnulífið

Námið við Opna háskólann í HR svarar kröfum íslenskra fyrirtækja um nýjustu þekkinguna hverju sinni enda eru námskeiðin þróuð í samstarfi við atvinnulífið.

Virkt samstarf um þróun náms

Opni háskólinn í HR er í virku samstarfi við öll helstu fagfélög á sviði tækni, viðskipta og laga. Með samstarfinu eru þarfir atvinnulífsins greindar og sérfræðingar og stjórnendur geta með beinum hætti haft áhrif á námskeiðsframboðið.

Samstarfsaðilar

Sérsniðin fræðsla fyrir fyrirtæki og stofnanir

Opni háskólinn í HR starfar náið með akademískum deildum Háskólans í Reykjavík að því að þróa nám fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Stafrænar fræðslulausnir

Gagnvirk námskeið á netinu

Stafræn námskeið Opna háskólans í HR auka hæfni nemenda með gagnvirkri miðlun og hnitmiðaðri nálgun að kjarnaatriðum sem flestir kannast við í nútíma starfsumhverfi. Öll veita þau góða almenna undirstöðu en sum námskeiðanna fara á dýptina til auka sérþekkingu.

Virk þátttaka

Námskeiðin skera sig úr meirihluta námsframboðs á netinu þar sem þau eru gagnvirk. Þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu með því að leysa verkefni. Stefna Háskólans í Reykjavík er að virkja þátttakendur í námi og aðstoða þá við að leysa verkefni með þekkingunni sem námið er að miðla til þeirra. Þannig auka þáttakendur enn betur hæfni sína.

Sveigjanleiki eftir þörfum fyrirtækja

Þótt námskeiðin séu fullbúin og tilbúin til notkunar er mögulegt að bæta við sértæku efni. Þetta er gert með því að bæta við myndböndum, verkefnum eða æfingum sem eru sérstaklega ætluð mannauði ákveðins fyrirtækis eða starfsemi.

Vinnustofur í boði

Með öllum námskeiðum er hægt að fá vinnustofur sem byggja stafrænu námskeiði. Þannig gefst þátttakendum kostur á því að fara í gegnum ákveðið efni á sínum hraða á stafrænu formi og mæta svo á vinnustofur til að vinna frekar með efnið. Þannig nýtist tíminn á vinnustofunni betur.

Dæmi um stafræna fræðslu til fyrirtækja og stofnana

Stjórnendaþjálfun og sérsniðin fræðsla

Þegar Opni háskólinn setur upp fræðsluáætlun fyrir fyrirtæki eru efnistök sótt til sérfræðinga akademískra deilda HR, sérfræðinga í íslensku atvinnulífi sem og til erlendra samstarfsaðila og gestakennara. Sérsniðin fræðsla er mismunandi eftir áherslum fyrirtækja og eru fyrir stjórnendur eða vinnustaðinn í heild. Lengd námskeiða getur verið allt frá hálfum degi upp í nokkurra ára fræðsluverkefni.

Dæmi um sérsniðna fræðslu
 • Vinnustofur fyrir stjórnendur Landsvirkjunar
 • Stjórnendaþjálfun fyrir EFLU verkfræðistofu
 • Sérsniðin þjálfun fyrir starfsfólk Íslandsbanka
 • Stjórnendaþjálfun fyrir Norðurál
 • Fræðslupakki fyrir Skeljung
 • Sérsniðin fræðsla fyrir starfsfólk Landsbankans
 • Hluti Forystunáms Reykjavíkurborgar
 • Námskeiðsröð fyrir stjórnendur Icelandair Group

Samstarfsverkefni

Opni háskólinn í HR hefur haldið fjöldann allan af löngum námskeiðum í samstarfi við fyrirtæki og fagsamtök. Námskeiðin miða að því að bæta árangur og færni starfsmanna á ákveðnu sviði innan sama fyrirtækis eða sömu atvinnugreinar. Samstarfsverkefnin geta einnig verið afmörkuð með sérstakar þarfir eða markmið í huga.

Dæmi um samstarfsverkefni
 • Vottun fjármálaráðgjafa – í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, viðskiptabanka á Íslandi, viðskiptadeild HR, HÍ og Háskólann á Bifröst
 • Tryggingaskólinn: vottun vátryggingafræðinga – í samstarfi við vátryggingafélögin og lagadeild HR
 • Stjórnendur í ferðaþjónustu – í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar
 • Stjórnendur í sjávarútvegi – í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
 • Stjórnendur bílgreina – í samstarfi við Bílgreinasambandið
 • Stjórnendur í verslun og þjónustu – í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu

Heyrðu í okkur!

Vinsamlega hafið samband við Ingunni S. Unnsteinsdóttur forstöðumann Opna háskólans í HR eða Kristinn Hjálmarsson, þróunarstjóra Opna háskólans í HR fyrir frekari upplýsingar um sérsniðna fræðslu.

Fara efst