• Aron situr í skólastofu umkringdur öðrum nemendum og horfir brosandi í myndavélina

Aron Freyr Kristjánsson - sálfræði

Síðan ég byrjaði í HR hef ég tekið þátt í mörgum fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Í félagssálfræði tók ég þátt í áhugaverðu verkefni þar sem hópurinn minn átti að rannsaka hóphegðun einstaklinga í félagslegum aðstæðum og við gerðum í framhaldinu tilraunir á göngum háskólans. Þetta er dæmi um hvað námið og kennslan er lifandi og maður hefur alltaf tækifæri til að taka virkan þátt. Það hentar mér líka vel að í sálfræðináminu er einstaklingsmiðuð leiðsögn í bekkjakerfi, bæði til þess að ná góðum árangri í námi og að kynnast nýju fólki.