• Daniel situr í tröppunum í Sólinni og horfir í myndavélina

Daniel Már Bonilla - frumgreinanám

Ég skráði mig í frumgreinanámið þar sem mig vantaði einingar í stærðfræði til að hefja nám í tölvunafræði við HR. Ég hélt því að stærðfræði væri eina fagið þar sem vantaði upp á hjá mér en svo hefur allt hitt kennsluefnið nýst mér mjög vel. Við fengum til dæmis þjálfun í ræðumennsku bæði á ensku og íslensku þar sem við lærðum að standa fyrir framan hóp af fólki og flytja fyrirlestra. Það má segja að ég hafi lært að læra í frumgreinanáminu og hvernig er best að skipuleggja sig. Þetta er vissulega krefjandi en um leið virkilega góður undirbúningur fyrir háskólanám.