• Diljá stendur í kennslustofu í HR og horfir í myndavélina

Diljá Ragnarsdóttir - lögfræði

Í laganáminu við HR er fjölbreytt nálgun á námsefnið og góð tenging við atvinnulífið. Í nánast öllum áföngum sem við höfum tekið hafa verið lögð fyrir okkur raunhæf verkefni. Á öðru ári gerðum við sameiginlegt verkefni í einkamálaréttarfari og skaðabótarétti. Þar fengum við fimm daga til þess að útbúa stefnu í skaðabótamáli sem átti að standast allar kröfur réttarfarslaga. Það var mjög krefjandi verkefni en á sama tíma alveg ótrúlega lærdómsríkt. Raunhæfu verkefnin hafa hjálpað mér mikið við að ná tökum á efninu og læra að beita þekkingunni. Sú aðferðafræði sem ég hef lært hefur hjálpaði mér mikið eftir að ég kom út á vinnumarkaðinn.