• Erling stendur í Sólinni og hallar sér upp að handriði

Erling Gauti Jónsson - verkfræði

Eftir að hafa verið ánægður með grunnámið í HR ákvað ég að fara í meistaranámið og vó þar hvað stærst gæði kennslu og tengsl námsins við atvinnulífið. Í rekstrarverkfræði vinnum við meðal annars verkefni þar sem við útbúum bestunarlíkön sem nýtast til hagræðingar í rekstri og einfalda ákvarðanatöku. Verkefni eru bæði unnin sjálfstætt í hópum en einnig í samstarfi við fyrirtæki og eru þau tengsl við atvinnulífið dýrmæt.