• Eydís og Árni standa hlið við hlið og horfa í myndavélina

Eydís Sunna og Þórarinn Árni - tæknifræði

Mér fannst skemmtilegt að gera verkleg verkefni í efnisfræði byggingarefna, og ég er mjög spennt fyrir verknáminu sem hefst á þriðju önn. Einnig standa þriggja vikna kúrsarnir upp úr. Einn helsti kosturinn við tæknifræðina er að eftir þrjú og hálft ár fær maður full réttindi til að starfa sem tæknifræðingur. Maður hefur svo val um að sérhæfa sig meira og taka master, þá er maður kominn með verkfræðina líka.