• Eyrún heldur á opinni fartölvu og horfir í myndavélina

Eyrún Engilbertsdóttir - verkfræði

Mig langaði að fara í nám sem gerir mér kleift að framkvæma hitt og þetta sem mér gæti dottið í hug, hvort sem það er að hanna eitthvað og smíða eða stofna fyrirtæki með góðu fólki. Í HR fær maður tækifæri til að hrinda fjölbreyttum hugmyndum í framkvæmd og kynnast fullt af fólki sem er mjög dýrmætt. Svo eru kennararnir frábærir, leggja sig alla fram og eru til taks ef maður þarf á hjálp að halda.