• Hildur Ósk hallar sér upp að hillu inni á bókasafni HR og horfir í myndavélina

Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir - sálfræði

Sálfræðinámið við HR er mjög hagnýtt. Það er mikið lagt upp úr því að nemendur vinni sjálfstætt en á sama tíma í miklu samstarfi við kennarana. Við förum í starfsþjálfun strax á annarri önn sem gefur okkur tækifæri á að öðlast dýrmæta starfsreynslu og við vinnum verkefni sem fá okkur til að stíga út fyrir þægindarammann og undirbúa okkur enn frekar undir störf að námi loknu. Dæmi um slík verkefni eru á sviði hugrænnar atferlismeðferðar þar sem við vorum sett í sömu aðstæður og við myndum setja skjólstæðinga okkar í. Ég tel þennan metnað fyrir hönd nemenda og hversu hagnýtt námið er vera helstu kosti þess.