• Kolbrún stendur inni í íþróttasal

Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir - íþróttafræði

Ég hafði alltaf hugsað mér að gera það að atvinnu minni að auka lífsgæði fólks og því fannst mér tilvalið að velja íþróttafræði. Ástæðan fyrir því að ég valdi HR er sú að ég vildi fjárfesta í framtíðinni og fá sem mest út úr náminu; bestu kennsluna og bestu aðstöðuna. Meirihluti námsins er verkefnamiðaður og fáum við fjölmörg tækifæri til þess að auka tengslanet okkar út í atvinnulífið. Í verknáminu vann ég með fötluðum börnum og hef ég ákveðið að sérhæfa mig í að bæta lífsgæði fatlaðra.