Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Námskeiðslýsing

Markmið námslínunnar er að efla faglegan grunn stjórnarmanna m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna.

Kona stendur fyrir framan vegg með veggjakroti og horfir í myndavélina„Námið hefur hagnýta nálgun og það dýpkaði þekkingu mína á þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem stjórnarseta felur í sér. Meðal styrkleika námsins er tenging þess við raundæmi úr samtímanum þar sem hvatt var til umræðna og opinna skoðanaskipta innan nemendahópsins, sem bjó að fjölbreyttri reynslu úr atvinnulífinu. Ég mæli heilshugar með náminu fyrir alla þá sem sitja í stjórnum eða hafa hug á því að taka sæti í stjórn.“

María Bragadóttir, framkvæmdastjóri Alvogen á Íslandi

Námslotur

Námslínan samanstendur af átta lotum sem eru ætlaðar stjórnarmönnum fyrirtækja, stofnana og eftirlitsskyldra aðila samkvæmt skilyrðum FME sem og þá sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Skipulag

Kennt er á miðvikudögum og hefst námslínan 7. mars 2018. 
Tímasetningar einstakra námskeiða eru sem hér segir:


Grundvallaratriðin - Handbók stjórnarmanna
7. mars  
kl.  9:00 - 12:00
Hlutverk og verklag stjórna 14. mars  kl.  9:00 - 12:00
Stefnumótun og ábyrgir stjórnarhættir 21. mars 
kl.  9:00 - 12:00
Fjárhagsleg viðfangsefni stjórna
11. apríl
kl.  9:00 - 15:00
Samfélagsleg ábyrgð og viðskiptasiðfræði
18. apríl 
kl.  9:00 - 12:00

Endurskoðun og áhættustýring

25. apríl 
kl.  9:00 - 12:00 
Lagaleg viðfangsefni stjórna
2. maí  
kl.  9:00 - 15:00
Verklag og teymisvinna - Stjórnin sem hópur 9. maí
kl.  9:00 - 12:00

Lengd: Alls 30 klst.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið. 

Einnig gæti uppröðun lotanna tekið breytingum.  

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2018.

Leiðbeinendur

Berglind Guðmundsdóttir lögfræðingur

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Lögfræðingur og ráðgjafi

Berglind er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og er sérsvið hennar stjórnarhættir fyrirtækja (corporate governance). Hún hefur aðstoðað fjölmargar stjórnir fyrirtækja við að bæta stjórnarhætti sína, var ritstjóri Handbókar stjórnarmanna og hefur annast fræðslu fyrir stjórnarmenn. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri á ráðgjafasviði KPMG og verkefnastjóri AZAZO BoardMeetings stjórnarvefgáttarinnar. Berglind lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005.


dr. Þóranna Jónsdóttir

Dr. Þóranna Jónsdóttir

PhD

Þóranna er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við viðskiptadeild HR. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.   

Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum.

Hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar. Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar.
Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum. 

Þröstur Olaf Sigurjónsson

Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson

PhD

Þröstur Olaf er dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Copenhagen Business School. Þröstur hefur kennt stefnumótun á grunn- og meistarastigi háskóla um árabil. Hann hefur unnið að stefnumótun fyrir fyrirtæki í flestum atvinnugreinum, sem sjálfstæður ráðgjafi meðfram starfi sínu hjá HR og CBS en áður fyrir KPMG á Íslandi og PWC í Danmörku.

Rannsóknir Þrastar eru á sviði stjórnarhátta fyrirtækja, siðferðis og stefnumótunar og eftir hann hafa birtst fjölmargar greinar í alþjóðlegum fagtímaritum og bókum. Þröstur er forstöðumaður Stofnunar um Stjórnarhætti við Háskólann í Reykjavík.
Almar Guðmundsson

Almar Guðmundsson

MBA

Almar er fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Félags atvinnurekenda og stundakennari við HR. Almar lauk Bs. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og MBA prófi frá London Business School árið 2005. Almar starfaði lengi hjá Íslandsbanka og forverum hans í ýmsum stjórnunarstörfum, áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra FA.

Hann hefur unnið ýmis verkefni sem snerta fjárhagsleg viðfangsefni stjórna frá ýmsum sjónarhornum. Hann hefur leiðbeint á námskeiðum um efnið síðan 2009.
Tanya Zharov

Tanya Zharov

Aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

Taynja lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Virðingar á árunum 2014-2015. Frá 2008-2013 var hún framkvæmdarstjóri lögfræðisviðs Auðar Capital. Frá 1999-2007 starfaði hún sem lögfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tanya bar ábyrgð á útboðs- og skráningarlýsingum félagsins á bandarískum hlutabréfamarkaði, eftirfylgni við reglur félagsins, kaupréttaráætlun og hluthafaskrá. Frá 2004-2007 var hún framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs. Áður en Tanya hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu var hún meðeigandi í PricewaterhouseCoopers og sérhæfði sig í skatta- og hlutafélagalögum.

Helga Harðardóttir

Helga Harðardóttir

Endurskoðandi hjá KPMG

Helga er endurskoðandi hjá KPMG og er nú starfandi á fyrirtækjasviði.  Helga hefur langa reynslu af endurskoðun fyrirtækja í mörgum atvinnugreinum. Hún hefur kennt á námskeiðum innan og utan KPMG. Síðustu ár hefur hún sérhæft sig í innri endurskoðun og úttektum m.a. á innra eftirliti. Um tíma starfaði hún sem innri endurskoðandi hjá Símanum og Glitni en hvarf aftur til starfa hjá KPMG á miðju ári 2007. Helga er einn af eigendum KPMG og er einnig í stjórn þess félags.
Ketill Berg Magnússon

Ketill Berg Magnússon

MBA

Ketill Berg er framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnendamarkþjálfi, kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík og er ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, samfélagsábyrgðar og viðskiptasiðfræði. Hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum, og fyrirtækjum. 

Ketill er MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í vinnusiðfræði frá University of Saskachewan í Kanada 1997, BA frá Háskóla Íslands 1993.

 

Magnus-Hrafn - Magnússon lögmaður

Magnús Hrafn Magnússon

Hæstaréttarlögmaður

Magnús hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2006. Samhliða lögmannsstörfum hefur hann sinnt kennslu. Hefur hann meðal annars kennt félagarétt, þar með talið reglur um ábyrgð og skyldur stjórnarmanna, frá árinu 2009. Fyrst sem stundakennari við Háskóla Íslands og síðan sem umsjónarkennari í félagarétti við Háskólann í Reykjavík frá haustinu 2012. Hann hefur jafnframt starfað sem stundakennari í vörumerkjarétti og samningarétti við Háskóla Íslands auk þess að kenna á námskeiði til öflunar réttinda sem verðbréfamiðlari. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti í janúar 2014. Hann starfar nú hjá Sigurjónsson og Thor ehf  lögmannsstofu. 

Verð

Verð: kr. 255.000.

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2018.

Innifalið í verði er bókin Handbók stjórnarmanna auk léttra veitinga.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir---RU

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri