Að byggja upp sterkt fyrirtækjavörumerki

Námskeiðslýsing

Árangursrík fyrirtæki búa gjarnan yfir einstökum hæfileikum til að skapa sterkt samband við viðskiptavini.  Tryggð viðskiptavina byggðir gjarnan á hugmyndafræðilegri samsömun við það sem fyrirtækið stendur fyrir.
Til þess að byggja upp sterkt fyrirtækjavörumerki þarf skilmerkilega samþættingu á markmiðum, framkvæmd  og upplifun viðskiptavina. Slík samþætting krefst skilnings á samfélagsbreytum og tíðaranda, alúð við útfærslu og framkvæmd og stöðugrar eftirfylgni og árangursmats. 

Á þessu námskeiði verður rýnt ítarlega í hvernig fyrirtækjavörumerki tala til neytenda, hvernig verðmætasköpun á sér stað í öllum þáttum virðiskeðjunnar og hvernig treysta megi samband við viðskiptavini með árangursmælingum og stöðugum úrbótum. 

Ávinningur

  • Aukinn skilningur á samþættingu stefnu fyrirtækis og væntingum viðskiptavina
  • Betri innsýn í þátt starfsmanna í uppbyggingu fyrirtækjavörumerkis
  • Þekking á árangursmælikvörðum og umbótavinnu

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 10. október og fimmtudaginn 12. október frá kl. 9:00 - 12:00.   

Lengd: 2x3 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

dr. Þóranna Jónsdóttir

Dr. Þóranna Jónsdóttir

PhD

 

Þóranna er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.   Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar. Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar. 
Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum. 


Verð

Verð: kr. 70.000. 

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir---RU

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342