Almennir bókarar - fjarnám

Vor 2018

Námskeiðslýsing

Kona stendur inni í fimleikasal og horfir í myndavélinaMarkmið námsins er að auka færni þátttakenda í bókhaldi og er áhersla lögð á að námið nýtist í starfi. Farið verður í gegnum hlutverk bókara, tilgang bókhalds og bókhaldslögin kynnt. Ennfremur verður fjallað um hagnýt atriði er varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur s.s. staðgreiðslu, tekjuskráningu, útgáfu reikninga, rekstrarkostnað, virðisaukaskatt, skattskyldu og undanþágur. Í upplýsingatækni verður kennd notkun á Excel við bókhald. Farið verður yfir almenna notkunarmöguleika forritsins ásamt því að kenna þátttakendum að setja upp töflur, nota formúlur og fleira sem tengist notkun þess í starfi. 

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af bókhaldsstörfum eða þekki grundvallaratriði í bókhaldi áður en námið hefst. Námið hefur reynst mjög góður undirbúningur fyrir nám til viðurkenningar bókara.

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í Excel hluta námsins.  

Skipulag

Hljóðfyrirlestrar eru birtir tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Nemendur mæta svo í staðarlotu í lok námsins, sjá nánar í kennsluáætlun vor 2018, hér fyrir neðan.

Tími: Hefst 14. febrúar 2018. 

Lengd: 48 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námið.

Kennsluáætlun vor 2018

Námið samanstendur af þremur efnisþáttum, sjá nánar hér:

Reikningshald

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

  • Þekki hlutverk bókara, tilgang bókhalds og lagalega umgjörð þess
  • Geti fært bókhald eftir fylgiskjölum og séu færir um að vinna við bókhald undir verkstjórn
  • Þekki launabókhald, viðskiptamannabókhald og lánadrottnabókhald

Skattskil

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

  • Þekki og geti tileinkað sér hagnýt atriði er varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur, svo sem staðgreiðslu, tekjuskráningu, reikningaútgáfu, rekstrarkostnað og virðisaukaskatt (út- og innskatt), skattskyldu og undanþágur. 

Excel

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

  • Þekki almenna notkunarmöguleika Excel forritsins við bókhald
  • Geti sett upp töflur og tileinkað sér ólíkar formúlur við bókhald

Leiðbeinendur

Lúðvík Þráinsson

Lúðvík Þráinsson

Löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte

Helga-Hauksdottir

Helga Hauksdóttir

Héraðsdómslögmaður hjá Land lögmönnum

Gudmundur-Ingolfsson

Guðmundur Ingólfsson

Löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte

 

Verð

Verð: 173.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og aðgangur að persónulegri heimasíðu (nemendur sjá hinsvegar um að prenta fyrirlestra út sjálfir).

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Linda Vilhjálmsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir

VerkefnastjóriSkráning