Árangursríkur og heilbrigður starfsframi

Námskeiðslýsing

Þeir sem eru á fullu í langan tíma án hlés og gæta ekki að því að sinna eigin vellíðan geta verið að sigla hraðbyri í kulnun. Kulnun er ekki sama og streita í starfi – þvert á móti þá verður þér sama um allt og það vill enginn lenda þar.

Meðal umfjöllunarefnis á námskeiðinu:

  • Hvað er kulnun og hvað er hún ekki?
  • Hvaða leiðir má fara til að forðast kulnun?
  • Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs.
  • Hvað er átt við með hugtakinu að blómstra, úr jákvæðu sálfræðinni? Það er blanda af því að vera stöðugt í því að líða vel og virka vel.
  • Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar.
  • Skilja eigin ábyrgð – læra að taka stjórn á aðstæðum.
  • Skilja að við höfum alltaf val.
  • Hvernig má komast úr kulnun í blómstrun? Snúa ósigrum í sigra.
  • Að finna tilgang í vinnunni („job crafting“).

Um ánægju í starfi og kulnun

Það er svo stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Þessi fína lína er oft vandséð og því mikilvægt að gæta að sér. Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar - ekki bara á framlegð starfsmannsins heldur einnig hamingju hans og heilsu. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á raunhæf verkefni til þess að tengja námsefnið sem best við þær áskoranir sem þátttakendur standa frammi fyrir í daglegum störfum.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram miðvikudaginn 10. apríl 2019 frá kl. 13.00 - 17.00.   

Lengd: 4 klst (1x4). 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Ragnheidur_Aradottir_1544626457387

Ragnheiður Aradóttir

Msc í mannauðsstjórnun og PCC stjórnendamarkþjálfi

Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROevents og PROcoaching. Hún hefur áralanga yfirgripsmikla reynslu í ferðaþjónustu við framleiðslu og skipulagningu ráðstefna, hvata- og hópaferða.

Hún er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá Opna háskólanum í HR og markþjálfar fjölda stjórnenda innan lands sem utan og á að baki um 2000 tíma í markþjálfun. Hún hefur 12 ára reynslu af þjálfun og kennslu og hefur þjálfað yfir 6.000 manns á námskeiðum innan fjölda fyrirtækja hérlendis sem erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. 


Ragnheiður hefur 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu sem stjórnendaþjálfari, ráðgjafi, markþjálfi, atvinnurekandi, viðskiptastjóri, verkefnastjóri, sölu- og markaðsstjóri.  Hún hefur BBA gráðu í ferðamála- og hótelstjórnun, MSc meistaranám í mannauðsstjórnun og PCC gráðu í stjórnendamarkþjálfun. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur mannauðs.


Verð

Verð: 35.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir_staff

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342

Skráning