Arðsemisgreining fjárfestinga í rekstri

Námskeiðslýsing

Ákvarðanir fyrirtækja um að festa mikinn tíma og fé í nýjum verkefnum geta reynst mjög afdrifaríkar, bæði til góðs og ills. Mikilvægt er að nota þau tól og tæki sem fjármálafræðin hefur fært fyrirtækjum til að bæta sem mest líkurnar á réttum ákvörðunum og ná fram bestu framkvæmd þeirra eftir að ákvörðun hefur verið tekin.

Í þessu námskeiði verða helstu þrautreyndu aðferðir faglega rekinna fyrirtækja um allan heim við mat á tækifærum í rekstri kynntar og þeim beitt á raunhæf verkefni. Kynntar eru helstu aðferðir við næmni- og sviðsmyndagreiningu til að átta sig á mikilvægustu þáttum fjárfestingar og óvissuna sem henni fylgir. Frávikagreining og eftirfylgni eftir að farið er af stað í verkin útskýrð og leiðbeint um framkvæmd.

Athugið að þátttakendur mæta sjálfir með tölvur með sér á námskeiðið. 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram mánudaginn 19. nóvember og miðvikudaginn 21. nóvember frá kl. 9:00 - 12:00.    

Lengd: 2x3 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Johann-Vidar-nr-23

Jóhann Viðar Ívarsson

MBA, kennari og greinandi hjá IFS Ráðgjöf

Jóhann sinnir greiningarverkefnum og viðskiptaþróun hjá IFS Ráðgjöf auk ráðgjafarverkefna og kennslu hjá eigin fyrirtæki. Hann hefur langa reynslu af beinni vinnu við fjármál fyrirtækja og fjármálamarkaða. Þá hefur hann kennt fjármálafræðin og praktíska nýtingu þeirra við Háskólann í Reykjavík og fleiri háskóla síðan 1998. Jóhann er með MBA próf frá Warwick Business School í Bretlandi og framhaldsgráðu í þjóðhagfræði frá London School of Economics. Þá er hann löggiltur verðbréfamiðlari á Íslandi.

Verð

Verð: 52.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kristin_verkefnastjori_mynd

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342