Átakastjórnun fyrir stjórnendur

Conflict Management

Námskeiðslýsing

Ágreiningur og átök er eitthvað sem við viljum helst forðast og getur verið eitt það erfiðasta í starfi stjórnanda. En ef við grípum ekki rétt í taumana getur ágreiningur stigmagnast og neikvæðar afleiðingar deilunnar aukast. Góðu fréttirnar eru að ágreiningur þarf ekki að vera slæmur, hann getur leitt til betri skilnings á aðstæðum, sterkara sambandi milli fólks og jafnvel falið í sér ný tækifæri, ef aðilar kunna að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt. 

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað helst veldur ágreiningi og hvernig hann stigmagnast. Þátttakendur læra að þekkja helstu ágreinings stíla og hvernig er hægt að grípa inn í þegar ágreiningur kemur upp. Sérstaklega er horft á samskiptaþáttinn og hvað hægt er að gera til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál á fyrri stigum. Farið verður í gegnum verklegar æfingar sem miða að því að auka færni þátttakenda í því að greina undirliggjandi ástæður ágreinings. 

Ávinningur

  • Skilningur á því hvað veldur ágreiningi og helstu undirliggjandi ástæður ágreinings
  • Meira öryggi í því að takast á við ágreiningsmál á vinnustað
  • Aukin færni við að fyrirbyggja stigmögnun ágreinings 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn og fimmtudaginn 12. og 14. mars 2018 frá kl 09:00 – 12:00. 

Lengd: 2 x 3 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.    

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Lilja Bjarnadóttir

Lilja Bjarnadóttir

LL.M.

Lilja er sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar ehf. Hún er formaður Sáttar, félags um sáttamiðlun og hefur kennt sáttamiðlun við Háskólann á Bifröst og Dispute Resolution við Háskólann í Reykjavík (haustið 2017). Hún er sérfræðingur í lausn deilumála, með LL.M. gráðu í Dispute Resolution frá University of Missouri í Bandaríkjunum.

Lilja sérhæfir sig í því að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga að leysa deilumál með sáttamiðlun og aðstoðar fyrirtæki að innleiða ferla til þess að koma í veg fyrir ágreining á vinnustöðum.

Verð

Verð: 47.000 kr

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og létt kaffi hressing.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Linda Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning