Breytingastjórnun

Námskeiðslýsing

Breytingar reyna oft meira á þolrifin en ætla má í fyrstu. Á þessu námskeiði verða kynntir til sögunnar þættir sem tengjast bæði skipulagi og mannlegri hegðun. Til þess að breytingar megi verða farsælar er lykilatriði að skýr sýn sé til staðar, að rétt sé staðið að upplýsingagjöf og að áfangar breytinganna séu vel skilgreindir.

Mikilvægt er að leggja áherslu á væntingastjórnun og takast á við afleiðingar þess óvissuástands sem breytingar hafa gjarnan í för með sér. Ennfremur verður stuttlega komið inn á krísustjórnun. 

Námskeiðið byggist upp á stuttum fyrirlestrum, umræðum, verkefnum og stuttum dæmisögum (e. case studies). 

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

  • Kunni skil á helstu þáttum er varða skipulag og mannlega þætti breytingarstjórnunar
  • Hafi yfirsýn yfir helstu þætti breytingaferlisins og geti skilgreint krítíska þætti
  • Hafi fengið æfingu í því að takast á við helstu áskoranir breytingastjórnunar

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 19. febrúar 2019, frá kl: 9:00-17:00

Lengd: 8 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Leiðbeinandi

Thoranna_Jonsdottir_ny-mynd

Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi og lektor við viðskiptadeild HR. PhD.

Dr. Þóranna Jónsdóttir er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við viðskiptadeild HR. Hún var forseti viðskiptadeildar HR frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital og hjá Vistor/Veritas Capital.

Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun.

Þóranna hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu og var hún formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar.

Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum.

Verð

Verð: 78.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn í HR hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning