Fjármál fyrirtækja og rekstrareininga

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður farið ítarlega í greiningu á fjármálum fyrirtækja og rekstrareininga með þarfir stjórnenda í huga.  Farið verður yfir aðferðir sem stjórnendur geta nýtt sér til að fá betri sýn á fjárhagslega afkomu sinnar deildar eða fyrirtækis, uppbyggingu rekstrar- og efnahagsreikninga og sjóðstreymisyfirlits og hvaða þættir eru þeir helstir sem hafa áhrif á fjárhagslega afkomu. 

Áhersla verður lögð á að stilla upplýsingum upp með þeim hætti að þær séu skýrar og aðgengilegar og gefa glögga fjárhagslega sýn á reksturinn.

Námskeiðið verður kennt í tveimur hlutum, hvor 4 klukkutímar að lengd. Að loknum fyrri hluta munu nemendur leysa raunhæft heimaverkefni og mun verða farið yfir lausn þess í síðari tímanum.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudagana 17. og 24. apríl kl. 13:00-17:00.

Lengd: Samtals 8 klst (2 x 4 klst.)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Haukur-Skulason

Haukur Skúlason

Sjálfstætt starfandi

 

Haukur lauk M.B.A. gráðu í fjármálum frá Rice University, Jesse H. Jones Graduate School of Management árið 2005, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2001.

Haukur starfaði sem fjámálastjóri Móbergs árið 2016. Fyrir það starfaði Haukur í 10 ár hjá Glitni og Íslandsbanka. Frá árinu 2013 vann hann sem verkefnastjóri framtaksfjárfestinga hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka. Þá gegndi hann stöðu forstöðumanns framtaksfjárfestinga hjá VÍB. Einnig hefur Haukur verið forstöðumaður í greiningu og stefnumótun á viðskiptabankasviði Íslandsbanka.

Haukur hefur einnig setið sem stjórnarformaður FAST-1 slhf. og stjórnarmaður hjá Kreditkortum hf. Þar áður var hann stjórnarmaður í Frumtaki frumkvöðlasjóði.

Verð

Verð: 63.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Linda Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri