Gerð fjárhagsáætlana

Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður farið í grunnþætti fjárhagsáætlanagerðar, greiningu á tekjum og gjöldum, skiptingu kostnaðar í fastan og breytilegan kostnað og hvernig hann hefur áhrif á rekstur fyrirtækja. 

Lögð verður áhersla á að tengja fjárhagsáætlunargerð við stefnumótun fyrirtækja og nauðsyn þess að tengja fjárhagsáætlanir við markaðs- og sölumál.

Að auki verður farið yfir næmniathuganir og notkun þeirra. Skoðað verður hvernig fjárhagsáætlanir nýtast best og hvað ber að varast við gerð og notkun þeirra. 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram mánudaginn 27. nóvember og miðvikudaginn 29. nóvember kl. 13:00-17:00.

Lengd: Samtals 8 klst (2 x 4 klst.)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi 

JonHreinsson-008

Jón Hreinsson

MBA og fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Jón er fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur unnið með fyrirtækjum og frumkvöðlum við þróun viðskiptahugmynda og uppbyggingu rekstar í yfir 15 ár. Hann kennir einnig við nám í Hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, Rekstrar og fjármálanámi við Opna háskólann í HR auk annarra námskeiða. Jón er stjórnarmaður í Búseta hsf. Hann er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, Iðnrekstrarfræði og viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Verð

Verð: 59.000 kr.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið.  Sjá greiðsluskilmála.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri