Skuldabréfamarkaður sem fjármögnunarleið

Námskeiðslýsing

Aukin tækifæri

Á Vesturlöndum er útgáfa og sala skuldabréfa á markaði jafnan ein af meginleiðum fyrirtækja til að fjármagna sig til langs tíma, ásamt bankalánum og eiginfjáröflun. Á Íslandi hefur markaður fyrirtækjaskuldabréfa verið afar lítilfjörlegur frá hruni og bankarnir séð um nánast alla lánsfjármögnun. Aðstæður í regluverki  og samkeppni fjármálamarkaðar eru hins vegar að breytast. Ætla má að breytingarnar leiði til aukinna tækifæra vel rekinna fyrirtækja, stórra sem smárra, til að fá hagstæða langtímafjármögnun á skuldabréfamarkaði á næstu misserum.

Íslenskur markaður

Í þessu námskeiði verða kynntar helstu leiðir sem fyrirtækjum standa til boða til að afla sér langtímafjármagns við íslenskar aðstæður. Áhersla verður lögð á að kynna þátttakendum eiginleika skuldabréfafjármögnunar á markaði í samanburði við bankafjármögnun og fleiri leiðir. Kynntir og bornir verða saman, þar sem við á, meginþættir leiðanna, svo sem vaxtakjör, lántökukostnaður, mat á lánshæfi, opin og lokuð skuldabréfaútboð, skráning á First North eða aðallista, fjármögnunarferli, markhópar kaupenda og líklegar breytingar á fjármálamarkaði í náinni framtíð.

Þátttakendur þurfa ekki á tölvu að halda í námskeiðinu.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 5. mars 2019 frá kl. 13.00 - 17.00.   

Lengd: 1x4 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Johann-Vidar-nr-23

Jóhann Viðar Ívarsson

MBA, kennari og greinandi hjá IFS Ráðgjöf

Jóhann sinnir greiningarverkefnum og viðskiptaþróun hjá IFS Ráðgjöf auk ráðgjafarverkefna og kennslu hjá eigin fyrirtæki. Hann hefur langa reynslu af beinni vinnu við fjármál fyrirtækja og fjármálamarkaða. Þá hefur hann kennt fjármálafræðin og praktíska nýtingu þeirra við Háskólann í Reykjavík og fleiri háskóla síðan 1998. Jóhann er með MBA próf frá Warwick Business School í Bretlandi og framhaldsgráðu í þjóðhagfræði frá London School of Economics. Þá er hann löggiltur verðbréfamiðlari á Íslandi.

Verð

Verð: 45.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kristin_verkefnastjori_mynd

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342

Skráning