Framkoma og ræðumennska

Námskeiðslýsing

Þjálfun með raunhæfum verkefnum

Góð samskipti eru lykillinn að farsælum frama en ekki er öllum jafn tamt að tjá sig og koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og grípandi hátt. 

Þátttakendur eru þjálfaðir í að gera á skilmerkilegan hátt grein fyrir máli sínu, tala af öryggi fyrir framan hóp fólks, leggja áherslur á aðalatriði og auka þar með áhrifamátt sinn og útgeislun. Unnið er út frá verkefnum úr lífi og starfi þátttakenda og þeir þjálfaðir í að gera grein fyrir þeim á sannfærandi og hnitmiðaðan hátt. Með æfingu og endurgjöf leiðbeinanda er unnið markvisst að því að fá þátttakendur til að blómstra sem málssvara sinna verkefna og hópa.

Við flutning mun leiðbeinandi einnig fara yfir helstu gildrur í textasmíð og hvernig má varast þær. Ábendingar um hvernig eigi að semja hnitmiðaðan og sterkan texta. Fjallað er um notkun á glærum og síðan verða kenndar nýjar aðferðir sem nota má til að flytja textann þannig að hann verði lifandi, skemmtilegur og áhrifamikill.

Ávinningur:

  • Aukið öryggi og færni í framkomu
  • Betri raddbeiting, öndun og líkamsbeiting
  • Þekking á eigin ræðustíl og styrkleikum
  • Áhrifameiri og skemmtilegri framkoma
  • Minni kvíði og aukin útgeislun

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram miðvikudagana 31. október og 7. nóvember 2018 frá kl. 09.00-13.00.

Lengd:
Samtals 8 klst. (2 x 4 klst).

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

María Ellingsen

María Ellingsen

Leikari, leikstjóri, höfundur og kennari

María Ellingsen er með BA gráðu í leiklist frá New York University og starfar sem leikari, leikstjóri, höfundur og kennari. Hún er með margra ára reynslu sem stjórnendaþjálfari og fyrirlesari og hefur kennt á fjölda námskeiða í Opna háskólanum í HR og í akademískum deildum HR.

Verð

Verð: 65.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning