Frammistöðustjórnun og starfsmannasamtöl

Námskeiðslýsing

Góð frammistöðustjórnun skilar ekki einungis bættum árangri og afköstum starfsmanna heldur eykur hún einnig ánægju og helgun starfsmanna.  Með skýrum markmiðum og virku samtali um frammistöðu má bæta árangur til muna.

Á þessu námskeið verður fjallað um grundvallarþætti frammistöðustjórnunar og hvernig beita megi þeim til ávinnings fyrir bæði fyrirtækið og starfsmanninn.  Rauntímaendurgjöf verður sérstaklega skoðuð.  Þá verður ítarlega fjallað um starfsmannasamtöl, markmið, ávinning og hagnýt atriði þeim tengd. 

Ávinningur

  • Betra vald á aðferðum frammistöðustjórnunar
  • Aukin færni í að beita rauntímaendurgjöf og að eiga virkt samtal um frammistöðu
  • Aukin færni í að nýta starfsmannasamtöl sem stjórntæki 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 13. febrúar og fimmtudaginn 15. febrúar frá kl. 9:00 - 12:00.   

Lengd: 2x3 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

 

Leiðbeinandi

dr. Þóranna Jónsdóttir

Dr. Þóranna Jónsdóttir

PhD

Þóranna er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. 

Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar. Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar.

Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum.

Verð

Verð: 63.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342