Greiðsluskilmálar

Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi. Námskeiðsgjald þarf að greiða óháð því hvenær skráning á sér stað. Um undanþágur má lesa hér að neðan.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt áður en námskeið hefst. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka viðkomandi.

Opni háskólinn í HR áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.

Möguleg greiðsluform:

  • Greiðsla greiðsluseðils í heimabanka.
  • Raðgreiðslur á Visa- og Mastercard til allt að 36 mánaða.

Ef óskað er eftir raðgreiðslu þarf greiðandi að hafa samband við fjármálasvið Háskólans í Reykjavík, fyrir gjalddaga reiknings, í gegnum afgreiðslu HR í síma 599 6200.

Greiðslukvittanir má nálgast í afgreiðslu Háskólans í Reykjavík við aðalinngang skólans eða hjá fjármálasviði í gegnum netfangið innheimta@hr.is.

Undanþágur og innheimta námskeiðsgjalda 

Allar afskráningar verða að berast skriflega til Opna háskólans á netfangið opnihaskolinn@ru.is eða til verkefnastjóra námskeiða til þess að vera teknar gildar.

1.      Lengri námskeið (31 klst eða lengra)

Námskeiðsgjöld eru innheimt að fullu ef fjórar vikur eða styttra er í að námskeið hefjist. Afskráningar þurfa því að berast fjórum vikum áður en námskeið hefst. Ef skráning berst innan fjögurra vikna áður en námskeið hefst er skráning bindandi.

Þegar um er að ræða lengri námskeið (31 klst eða lengra) er átt við upphafsdag námskeiðsins (ekki dagsetningu námskeiðslota innan hins langa námskeiðs).

Skráning í staka efnisþætti/lotur innan hins langa námskeiðs jafngildir skráningu í stutt námskeið nema annað sé tilgreint.

2.      Stutt námskeið, ráðstefnur og fyrirlestrar (30 klst eða skemur)

Námskeiðsgjöld eru innheimt að fullu ef vika eða styttra er í að námskeið hefjist.

3.      Próf í verðbréfamiðlun

Ekki er hægt að skrá sig úr prófum í verðbréfamiðlun. Prófgjöld eru ávallt innheimt að fullu. Prófgjald er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að fá endurgreitt.


Önnur gjöld

Staðfestingar og viðurkenningar                       

kr. 3.500,- fyrir hvert skjal (A4)

Beiðni um staðfestingu skal berast skriflega á netfangið opnihaskolinn@hr.is. Allar beiðnir um staðefstingar eru afgreiddar innan þriggja virkra daga frá því að staðfesting um greiðslu hefur borist á sama netfang.

Opni háskólinn áskilur sér rétt til þess að hafna beiðnum um staðfestingar.


Fyrirspurnir

Ef eitthvað í þessum skilmálum er óskýrt eða ef þú hefur einhverjar spurningar þá bendum við þér á að hafa samband við starfsfólk Opna háskólans, með tölvupósti á opnihaskolinn@ru.is eða í síma 599 6300.