Hagnýt opinber innkaup

Námskeiðslýsing


Hagnýt og fræðileg umfjöllun um innkaup ríkisstofnana og sveitarfélaga á vöru og þjónustu með áherslu á þarfir og kröfur innkaupaaðila.

Umfjöllun um lög um opinber innkaup (120/2016) falla utan námskeiðsins nema til þess að rökstyðja og ramma inn umfjöllunarefni- og nýta regluverkið til fulls.  Námskeiðið tekur eingöngu til innkaupa á vöru og þjónustu, þ.e. ekki til innkaupa á framkvæmdum og mannvirkjagerð.

Efnisþættir:

 • Grundvallarreglur og hugmyndafræði opinberra innkaupa
 • Munur á innkaupum einkaaðila og opinberra.
 • Undirbúningur innkaupa, markmið og skipulag
 • Hagnýt dæmi um innkaupaferla
 • Samskipti kaupenda og seljenda við undirbúning og framkvæmd opinberra innkaupa
 • Stjórnun samnings í kjölfar innkaupa
 • Matsatferðir og matslíkön – það sem (ekki) má
 • Hvernig kaupum við inn?
 • Árangursrík útboð

Í lok námskeiðs er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi staðgóða þekkingu yfirlit á grundvallaratriðum opinberra innkaupa
 • Geti greint, skipulagt og stjórnað stærri innkaupaverkefnum
 • Þekki svigrúm og getu regluverksins til þess að styðja við hagnýt innkaup
 • Hafi innsýn í samskipti við hagsmunaaðila í innkaupaferlinu

Fyrir hverja

Námskeiðið er sniðið að starfsfólki sem ákveður, skipuleggur hefur yfirumsjón með jafnt einföldum sem flóknum innkaupaverkefnum hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum /-fyrirtækjum, til skamms og til langs tíma.  Námskeiðið höfðar einkum til þeirra innkaupafólks og stjórnenda sem hafa áhuga á hagstæðum innkaupum.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 5. mars og fimmtudaginn 7. mars frá kl. 9:00 - 12:00.   

Lengd: 2x3 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Gudmundur-Hannesson

Guðmundur Hannesson

Rekstrarhagfræðingur

Guðmundur var forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa á árunum 2005 – 2016. Ráðgjafarsvið Ríkiskaupa ber ábyrgð á og annast öll opinber útboð ríkisins á vöru og þjónustu, um 120 – 140 verkefni á ári, auk ýmissa verkefna fyrir sveitarfélögin.  Guðmundur starfaði áður sem sölumaður og stjórnandi í upplýsingatækni m.a. hjá EJS, Nýherja og IBM á Íslandi.

Verð

Verð: 48.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir_staff

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning