Hagnýt opinber innkaup

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um hagnýt innkaup kaupenda hjá hinu opinbera á vörur og þjónustu.  Farið verður yfir verklag og verkfæri sem standa opinberum aðilum til ráðstöfunar til hagstæðra innkaup - til skemmri og til lengri tíma.  Lögð er áhersla á það hvernig nýta má regluverkið til jafnt smærri, reglulegra innkaupa og langtímasamninga um innkaup og afhendingu á miklu magni vöru, þjónustu og stærri fjárfestinga. 

Á námskeiðinu verður farið yfir raunverulega dæmi um innkaup sem tókust vel – og miður vel.  Þátttakendur eru hvattir til þess að taka virkan þátt í umræðum, leggja til dæmi um lærdómsrík úrlausnarefni, gjarnan áður en námskeið hefst.  

Efnisþættir námskeiðsins eru m.a.:

  • Hvernig hagnýtum við regluverkið til innkaupa
  • Skipulag innkaupa, stórra og smárra
  • Samskipti við seljendur, hvað má og hvað ekki
  • Matsaðferðir og matslíkön – hvað og hvernig
  • Innkaup sveitarfélaga - innkaupastefna
  • Rýnt í útboðsgögn og tilboð
  • Hvernig á að gera árangursrík útboð

Fyrir hverja

Námskeiðið er ákjósanlegt einstaklingum hjá sveitarfélögum, ríkisstofnunum og -fyrirtækjum sem hafa umsjón með , bera ábyrgð á og hafa áhuga á því að gera ábatasöm, langtíma innkaup á vöru og þjónustu.  Námskeiðið höfðar einkum til innkaupafólks og stjórnenda hjá opinberum aðilum sem hafa áhuga hagstæðum innkaupum.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram fimmtudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 27. febrúar frá kl. 9:00 - 12:00.   

Lengd: 2x3 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Gudmundur-Hannesson_mynd-fyrir-vef

Guðmundur Hannesson

Rekstrarhagfræðingur

Guðmundur var forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa á árunum 2005 – 2016. Ráðgjafarsvið Ríkiskaupa ber ábyrgð á og annast öll opinber útboð ríkisins á vöru og þjónustu, um 120 – 140 verkefni á ári, auk ýmissa verkefna fyrir sveitarfélögin.  Guðmundur starfaði áður sem sölumaður og stjórnandi í upplýsingatækni m.a. hjá EJS, Nýherja og IBM á Íslandi.

Verð

Verð: 45.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kristin_verkefnastjori_mynd

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri