Jafnlaunastjórnun

Námskeiðslýsing 

Jafnlaunastaðall er stjórnunarstaðall sem hjálpar fyrirtækjum að hafa umsjón með launaákvörðunum og rökstyðja launamyndun á gagnsæjan og málefnalegan hátt. Staðallinn var bundinn í lög í upphafi árs og tekur gildi fyrir fyrirtæki og stofnanir í þrepum eftir stærð fyrirtækja. 

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum raunveruleg verkfæri til að koma upp og innleiða jafnlaunahandbók í sínu fyrirtæki. Unnið verður með raundæmi og farið í gegnum þrep innleiðingarferlisins með hagnýtum æfingum sem byggja á hópavinnu og umræðum. 

Farið verður í gegnum uppbyggingu gæðakerfa, allt frá skipulagningu og innleiðingu til rýni og umbóta. Auk þess sem farið verður yfir vottunarferli og undirbúning fyrir úttekt. Á meðan námskeiðinu stendur fá þátttakendur afhent gögn sem hægt er að nýta til að innleiða jafnlaunakerfi með umgjörð að verklagsreglum og gæðaskjölum sem staðallinn gerir kröfu um. 

Til undirbúnings fyrir námskeiðið viljum við benda á frían lesaðgang í gegnum www.ist85.is þar sem allir geta sótt um gjaldfrjálsan aðgang að staðlinum. Einnig er hægt að kaupa hann á pappírsformi í gegnum sömu vefslóð. 

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur:

  • Hafi öðlast færni í að koma upp, skjalfesta og innleiða jafnlaunakerfi
  • Skilji hugmyndafræði á bakvið stjórnunarstaðla og tengingu við launajafnrétti
  • Þekki ferlið við að öðlast jafnlaunavottun
  • Hafi sett saman grunn að jafnlaunahandbók fyrir sinn vinnustað

Skipulag

Tími: Miðvikudagurinn 23. janúar og fimmtudagurinn 24. janúar kl. 09:00-13:00.  

Lengd: 8 klst. (2x4 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Leiðbeinandi

Anna-beta

Anna Beta Gísladóttir

Ráðgjafi í jafnlaunastjórnun

Anna Beta er ráðgjafi í jafnlaunastjórnun og hefur sl. 5 ár starfað hjá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækjum og sinnt margvíslegum verkefnum á sviði ráðgjafar, gagnaúrvinnslu og eftirliti. Hún hefur reynslu af verkefnastýringu við innleiðingu og uppsetningu á jafnlaunakerfum hjá íslenskum fyrirtækjum og tekið þátt í hugbúnaðarþróun tengdri uppsetningu jafnlaunakerfa. Anna Beta er með með MSc. í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands.
Gyda-bjorg

Gyða Björg Sigurðardóttir

Ráðgjafi í jafnlaunastjórnun

Gyða Björg er ráðgjafi í jafnlaunastjórnun og hefur reynslu af því að vinna að fjölbreyttum innleiðingarverkefnum síðan 2013. Hennar sérþekking felst í launagreiningum, stefnumótun, teymisvinnu, verklagsreglum og gæðamálum. Gyða hefur unnið að innleiðingu og launagreiningum bæði fyrir stór íslensk fyrirtæki og yfirvöld, fengið nýsköpunarstyrki til að vinna í tækniþróun í tengslum við jafnlaunakerfi. Í desember 2017 öðlaðist Gyða réttindi til að taka út jafnlaunakerfi frá Endurmenntun Háskóla Íslands og er því viðurkenndur úttektaraðili. Gyða er með BSc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. 


Verð

Verð: 63.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri