Straumlínustjórnun

Námskeiðslýsing


Straumlínustjórnun

Um námið

Nám að alþjóðlegri fyrirmynd í aðferðum straumlínustjórnunar (e. lean management) og hentar sérstaklega sérfræðingum og stjórnendum framleiðslu- og þjónustufyrirtækja sem hafa hug á því að efla umbótastarf og straumlínulaga ferli í fyrirtækjum sínum með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi.

Í náminu er farið vel yfir grunnhugmyndafræði straumlínustjórnunar og áhersla lögð á að nemendur skilji og vinni verkefni með þær aðferðir og tól sem liggja til grundvallar innleiðinga fyrirtækja á straumlínustjórnunar aðferðum.

Námið er vottað af SME (Society of Manufacturing Engineers) og gefst nemendum kostur á að ljúka náminu með prófi Lean Bronze Certification sem gefur rétt til þess að skila inn verkefnum til vottunar. Vottunin staðfestir þekkingu á tólum og aðferðum straumlínustjórnunar og hæfni í að vinna að umbótum með mælanlegum árangri.

Þátttakendur eiga í lok námskeiðs að geta skipulagt innleiðingu og gert tilraunir með sértæk tól tengd þessum aðferðum í sínum fyrirtækjum. Meginmarkmið námskeiðsins er að opna augu þátttakenda fyrir þeim gríðarlegu möguleikum til umbóta og framfara sem liggja falin í viðskiptaferlum allra fyrirtækja.

>> Umsagnir fyrri nemanda

Skipulag

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, verkefnavinnu og heimsóknum í fyrirtæki.

Tími: Námið skiptist í átta eins dags lotur og hefst 12. september 2017. 

Lengd: 64 klst. (8 x 8 klst.).

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Námslotur:

 • Straumlínustjórnun og hefðbundnar stjórnunaraðferðir
 • Sóun og virðissköpun
 • Stöðugar umbætur (Kaizen) 
 • A3
 • Sýnileg stjórnun
 • 5S aðferðafræðin
 • Virðisstraumar og kortlagning virðisstrauma
 • Samantekt og straumlínustjórnandinn

Kennsluáætlun - haust 2017 

Lota 1: Þriðjudagur 12. september kl. 9-17 (8 klst)

Lota 2: Miðvikudagur 13. september kl. 9-17 (8 klst)

Lota 3: Fimmtudagur 28. september kl. 9-17 (8 klst)

Lota 4: Miðvikudagur 11. október kl. 9-17 (8 klst)

Lota 5: Miðvikudagur 25. október kl. 9-17 (8 klst)

Lota 6: Þriðjudagur 14. nóvember kl. 9-17 (8 klst)

Lota 7: Miðvikudagur 22. nóvember  kl. 9-17 (8 klst)

Lota 8: Mánudagur 4. desember kl. 9-17 (8 klst)

Undirbúningsnámskeið fyrir próf

Þriðjudagur og miðvikudagur 5. - 6. desember kl. 9-17 (8 klst)

Próf

Fimmtudagur 7. desember kl. 9-12 (3 klst)

*Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar og með fyrirvara um að lágmarksþáttaka náist.

Lean Bronze-vottun

Til að geta þreytt Lean Bronze-vottunarprófið þarf að uppfylla ákveðin inntökuskilyrði. Að námi loknu eiga allir nemendur að standast inntökuskilyrðin, en þau eru eftirfarandi:

 • 64 klst. kennsla í aðferðum straumlínustjórnunar
 • Vera þátttakandi í eða stýra 3 verkefnum með umbætur að leiðarljósi
 • Lesa eftirfarandi bækur:

Gemba Kaizen: A Commonsense Approach to a Continuous Improvement Strategy.

Lean Production Simplified: Plain-Language Guide to the World's Most Powerful   Production System.

Lean Thinking: Banish Waste and Create Wealth in Your Corporation.

Learning to See: Value Stream Mapping to Create Value and Eliminate MUDA

Leiðbeinandi

Pétur Arason

Pétur Arason

Chief challenger of status quo hjá Manino

Pétur lauk MSc í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Álaborg 2002. Hann starfar nú sem Chief challenger of status quo hjá Manino. Pétur starfaði um árabil hjá Marel sem Global Innovation Program Manager. Sérsvið Péturs eru nýsköpun í stjórnun fyrirtækja (e. management innovation), stefnumótun og innleiðing stefnu, straumlínustjórnun (e. lean) og aðferðir tengdar fyrirtækjakerfum, ferlastjórnun, stöðugum umbótum. Pétur hefur í mörg ár verið prófdómari og leiðbeinandi í verkefnum háskólanema bæði á Íslandi og í Danmörku. Pétur hefur einnig kennt rekstrarstjórnun (e. Operational management).


Viktoría Jensdóttir

Verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra, LSH

Viktoría er með meistaragráðu í Iðnaðarverkfræði frá HÍ, hún starfar nú sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Landspítalans en áður var hún deildarstjóri Virðisþróunar hjá Símanum og deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össuri. Hún er með silfur í Lean Black Belt Six Sigma frá Pyzdek Institute og hefur stýrt straumlínuhópi Dokkunnar og kennt straumlínustjórnun við Háskóla Íslands ásamt sjálfstætt hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á Íslandi. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði straumlínustjórnunar, hún fékk sína fyrstu reynslu á því sviði þegar hún starfaði hjá Alcoa Fjarðaál enn þar fann hún sig í ferlum og stöðugum umbótum. Hún hefur einnig reynslu úr öðrum stórum framleiðslufyrirtækjum og skrifstofu umhverfi, einnig hefur hún tekið námskeið á vegum Lean Enterprise Institue og Gemba academy, lært af fjölmörgum erlendum ráðgjöfum og setið hinar ýmsu ráðstefnur um straumlínustjórnun. Hún hélt fyrirlestur um hvað kaizen væri á Lean Ísland 2012 og talaði um A3 og hvernig Össur notar þá á Lean Ísland 2011 og European Manufacturing Summit 2013. Þá hefur hún einnig verið fyrirlesari á AME sem er ein af stærstu lean ráðstefnunum. Þar talaði hún um hvernig Össur notar m.a. tillögukerfi og Lean skólann fyrir sína starfsmenn.

Þórunn Óðinsdóttir

Þórunn María Óðinsdóttir

Ráðgjafi hjá KPMG

Þórunn starfar sem ráðgjafi í straumlínustjórnun hjá KPMG. Hún rak áður eigið ráðgjafafyrirtæki og hefur aðstoðað fjölda fyrirtækja að taka sín fyrstu skref í straumlínustjórnun. Hún hefur auk þess stýrt innleiðingu á straumlínustjórnun í fyrirtækjum og kennt og haldið fjölda fyrirlestra um efnið. Þórunn er kennari að mennt og með meistarapróf í stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Verð

Verð: 535.000 kr.

Greiða þarf sérstaklega fyrir undirbúningsnámskeið fyrir vottunarpróf og prófið sjálft. Námsbækur eru ekki innifaldar í verði.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

VerkefnastjóriSkráning