Ferla-og gæðastjórnun

Námskeiðslýsing

Nám í ferla- og gæðastjórnun er sérstaklega þróað fyrir þá sérfræðinga og stjórnendur sem vilja bæta ferla og gæðastarf sem og efla umbótastarf innan fyrirtækja og stofnana. Markmið námslínunar er að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir helstu gæðastaðla, auki færni í stjórnun verkefna og gæða, fái dýpri þekkingu á ferla og virðisgreiningu. Enn fremur að þeir verði færir um að leiða og taka virkan þátt í umbótastarfi sem og stýringu teyma.

Námslínan er 28 klst. löng og samanstendur af fjórum 7 klst. námslotum:

Stjórnun gæða og verkefna

Stjórnun gæða og verkefna innan fyrirtækja og stofnana getur haft megináhrif á árangur þeirra. Skilvirk notkun á hvoru tveggja getur tryggt hagkvæman rekstur, ánægju viðskiptavina, starfsfólks og annarra lykilhagsmunaaðila.

Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í mismunandi nálganir á gæðastjórnun og verkefnastjórnun. 

Meðal þess sem farið verður yfir: 

 • Megintilgangur og ávinningur af notkun gæða- og verkefnastjórnunar.
 • Alþjóðlegar viðurkenningar á sviði gæða- og verkefnastjórnunar. Hvað er verðlaunað fyrir og afhverju?
 • Stjórnun og forgangsröðun verkefna og verkefnasafna.
 • Grundvallarhugtök og hagnýt ráð við notkun á útbreiddum stöðlum og líkönum ss. ISO9001 (gæði), ÍST:85 (jafnlaunavottun), IPMA verkefnalíkön, EFQM líkan (European Foundation for Quality Management) og Shingo afburðalíkan (Lean).
 • Þróun og samþætting helstu gæðastaðla og líkana síðastliðinn áratug.
 • Val og innleiðing á stjórnunarstöðlum.

Í lok námslotunnar hafa þátttakendur:

 • Öðlast yfirsýn yfir helstu aðferðir, staðla og líkön á sviði gæða- og verkefnastjórnunar.
 • Öðlast aukna færni til að velja stjórnunaraðferð við hæfi og innleiða á árangursríkan hátt.

Leiðbeinandi: Agnes Hólm Gunnarsdóttir.

Stjórnun ferla og virðis

Á þessu námskeiði verður farið yfir hagnýtar aðferðir við að greina og stjórna ferlum. Ein af þeim aðferðum er virðisgreining (e. Value Stream Mapping) sem er mjög hagnýt við ferlagreiningu. 

Með þessu öfluga verkfæri eru ferlin möppuð upp frá viðskiptavini til birgja, bæði hvað varðar efni og upplýsingar. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta greint núverandi ástand, framtíðarástand og fullkomið ástand fyrirtækja með því að útbúa kort fyrir hvert stig. Kortin eru greind, aðgerðaáætlun útbúin og tillögur að umbótaverkefnum settar upp.

Helstu hugtök og aðferðir sem farið verður yfir á námskeiðinu:

 • 10 skrefa leið til að virðisgreina
 • Stofnskrá og umfang
 • Núverandi ástand
 • Framtíðarástand
 • Fullkomið ástand
 • Verkefnaval
 • Aðgerðaráætlun
 • SIPOC ferlagreining
 • Mælingar og gögn
 • Flæðirit
 • Customer vs. Provider greining

Leiðbeinandi: Viktoría Jensdóttir.

Stjórnun umbóta

Stöðugar umbætur fjalla um það að skipulagsheildir, fyrirtæki og stofnanir, séu ásamt starfsmönnum, að virkja sem flesta í því að horfa til þess að gera betur, til hagsbóta fyrir viðskiptavininn. Það er gert með því að eyða sóun og hanna skilvirkara verklag. 

Mikilvægt er að starfsmenn séu virkjaðir og hlustað sé á þeirra hugmyndir og þeim hrint í framkvæmd. Þessi nálgun er líkleg til að skapa eignarhald starfsmanna og bæta starfsánægju. 

Umbótafræði snúast að mestu leyti um þær aðferðir sem eru notaðar til ofangreindra hluta. Fjallað er um nokkur verkfæri umbótafræðanna og settar fram leiðbeiningar um hagnýta nálgun á umbótastarfi og hvernig megi nálgast viðfangsefnin. Lean er ekki eina hugmyndafræðin sem hefur verið sett fram um hvernig megi ná bættum árangri, eyða sóun og hanna ferla. Farið er yfir umbótastarf á breiðum grunni. 

Lotan skiptist í þrjá meginhluta:

 • Fyrst verður fjallað um hvernig nálgast megi umbótastarf á skipulegan hátt. 
 • Hvernig má byggja upp og mæla umbótastarf út frá ákveðnum þáttum
 • Umbótaverkfæri og raundæmi

Helstu hugtök og aðferðir sem farið verður yfir á námskeiðinu:

 • PDCA og A3
 • Kaizen
 • Gemba
 • 5S
 • Sýnileg stjórnun
 • Fiskibein - Ishikawa
 • Flæði
 • Hlusta, sjá og tengja
 • 5 Kvarðar stöðugra umbóta
 • SCARFR

Leiðbeinandi: Hjálmar Eliesersson.

Stjórnun teyma

Það er lykilatriði að fá starfsmenn að borðinu í allri innleiðingu svo hún mistakist ekki. Það er ekki nóg að hafa bestu ferlana. 

Á þessu námskeiði verður unnið áfram með innleiðingu, hvernig best er að hefja innleiðingu, utanumhald og  eftirfylgni. Skoðað verður hvernig hægt sé að breyta menningu með aðferðum eins og samræmingu á frammistöðu (e. Performance management), sjónrænni stjórnun og staðlaðri vinnu. 

Jafnframt verður komið inn á breytingastjórnun og farið yfir módel eins og Kotter módelið, Scarf módelið og Hammers. Þá verður farið yfir mikilvæg þess að læra af mistökum og hvernig hægt sé að nota “pdca coaching” til þess. 

Markmið þessa námskeið er að veita þátttakendum tæki og tól til að breyta menningu hjá sér með teymum og starfsmönnum. Í lok dags munu nemendur vinna að aðgerðaráætlun fyrir sig. 

Leiðbeinendur: Agnes Hólm Gunnarsdóttir, Hjálmar Eliesersson og Viktoría Jensdóttir.

Skipulag

Tími: Námslínan verður kennd á þriðjudögum frá 09:00-16:00. Hún hefst 18. september og lýkur 9. október.

Kennsludagsetningar:

 • 18. september kl. 09:00-16:00
 • 25. september kl. 09:00-16:00
 • 2. október kl. 09:00-16:00
 • 9. október kl. 09:00-16:00

Lengd: 28 klst. (4x7 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð. 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.

Leiðbeinandi

Agnes-Holm

Agnes Hólm Gunnarsdóttir

Gæðastjóri Verkís

Agnes er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í framleiðslutæknifræði frá Háskóla Suður Danmerkur í Sönderborg. Agnes starfaði sem Lean sérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli á árunum 2006-2014. Hún hefur einnig reynslu sem  stjórnarmaður, stjórnunarráðgjafi, fyrirlesari og hefur sinnt stundakennslu í stjórnun á háskólastigi í Finnlandi og Íslandi – ma. í MPM námi við HR. Agnes er aðalhöfundur bókarinnar Afburðaárangur (2007) og Afburðastjórnun (2017).  Bækurnar fjalla um árangursríkar stjórnunarkenningar og stjórnunaraðferðir í fyrirtækjarekstri og innihalda fjölmörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi. Agnes starfar nú sem gæðastjóri Verkís. Þar hefur hún umsjón með fagþróunarsetri í verkefnastjórnun auk þess að sjá um umbótastarf og þróun ferla.
Hjalmar-Eliesersson

Hjálmar Eliesersson

Verkefnastjóri stöðugra umbóta hjá Rekstrarstýringu Icelandair

Hjálmar er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst, BA gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði auk Diploma í Process Reengineering frá Hammer & Company. Hjálmar starfar nú sem verkefnastjóri stöðugra umbóta hjá Rekstrarstýringu Icelandair. Áður starfaði hann sem sérfræðingur í Framleiðsluþróunarteymi Alcoa Fjarðaáls. Hjálmar hefur haldið fyrirlestra hjá Stjórnvísi, Dokkunni og á Lean Ísland. Hann hefur leitt fjölda umbótaverkefna auk þjálfunar og kennslu. 

Viktoriajens_1512665922205_1524760980990

Viktoría Jensdóttir

Global Program/Project Manager hjá Össuri

Viktoría er iðnaðarverkfræðingur og starfar hún sem Global Program/Project manager hjá Össuri. Hún hefur starfað í hlutverkum tengdum stöðugum umbótum sl. 12 ár hjá Landspítalanum, Símanum, Össuri og Alcoa. Hún hefur einnig verið að kenna gæðastjórnun og straumlínustjórnun við HÍ og HR ásamt sjálfstætt hjá hinu ýmsu fyrirtækjum á Íslandi. Hún er annar eigandi Lean Ísland ráðstefnunnar og heldur úti vefsíðunni www.lean.is þar sem hún deilir myndböndum og fróðleik fyrir lesendur síðunar. Viktoría er með ACC vottun í markþjálfun og hefur mikinn áhuga á því að sjá hvernig öll tól og tæki vinna saman að stöðugum umbótum.

Verð

Verð: 235.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri