Fjármál og rekstur fyrirtækja

Námskeiðslýsing

Námslína fyrir alla þá sem vilja dýpka þekkingu sína og og auka færni á sviði reksturs og fjármála. Farið verður í  greiningu á fjármálum fyrirtækja og rekstrareininga. Jafnframt er rætt um samspil áhættu, ákvörðunartöku í rekstri og fjármögnun í víðum skilningi.

Lögð er áhersla á hagnýt og fjölbreytt verkefni sem tengjast íslensku atvinnulífi.

Námslínan er 28 klst. löng og samanstendur af fjórum 7 klst. námslotum:

Áætlanagerð 

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir sem stjórnendur og sérfræðingar geta nýtt sér til að fá betri sýn á fjárhagslega afkomu sinnar deildar eða fyrirtækis. Farið verður yfir uppbyggingu rekstrar- og efnahagsreikninga og sjóðstreymisyfirlits og hvaða þættir hafa áhrif á fjárhagslega afkomu.  Áhersla verður lögð á að stilla upplýsingum upp með þeim hætti að þær séu skýrar og aðgengilegar og gefa glögga fjárhagslega sýn á reksturinn.

Leiðbeinandi: Haukur Skúlason

Ákvarðanataka

Ákvarðanir fyrirtækja um að festa tíma og fé í nýjum verkefnum geta reynst mjög afdrifaríkar, bæði til góðs og ills. Mikilvægt er að nota þau tól og tæki sem fjármálafræðin hefur fært fyrirtækjum til að bæta sem mest líkurnar á réttum ákvörðunum og ná fram bestu framkvæmd þeirra eftir að ákvörðun hefur verið tekin. 

Í þessu námskeiði verða helstu þrautreyndu aðferðir faglega rekinna fyrirtækja um allan heim við ákvarðanir um tækifæri í rekstri kynntar og þeim beitt á raunhæf verkefni. Kynntar eru helstu aðferðir við næmni- og sviðsmyndagreiningu til að átta sig á mikilvægustu þáttum ákvarðana og óvissunni sem þeim fylgja. Mikilvægi frávikagreiningar og eftirfylgni eftir að mikilvægri ákvörðun hefur verið hrundið í framkvæmd útskýrt og leiðbeint um framkvæmd.

Leiðbeinandi: Jóhann Viðar Ívarsson

Fjármögnun

Á þessu námskeiði verður horft til tvískiptingar á efnahagsreikningi félaga. Annars vegar fjármunir og hins vegar fjármögnun. Farið verður yfir þrenns konar tegundir fjármögnunar: skuldir, hlutafé og eftirstæður hagnaður.

Mismunandi fjármögnun hentar mismunandi félögum og oftast snýst valið um magn skulda á móti framlögðu eigið fé eiganda.  Samspil þessara hluta getur verið flókið og mikilvægt að setja það niður í upphafi hvernig aðilar hyggjast fjármagna fyrirtæki. 

Farið verður yfir kostnað við mismunandi fjármögnun, hvaða rammar gilda um samspil fjármögnunar og fjárhagsleg áhrif hverrar samsetningar fyrir sig á félagið sjálft og rekstrarreikning þess. 

Þá verður kostnaður við fjármögnun skoðaður til dæmis kostnaður við útgáfu skuldapappíra, kostnaður við eigið fé og fórnarkostnaður fjármuna sem lagðir eru fram sem eigið fé félaga.  Skoðaðar verða hagkvæmustu samsetningar skulda og eiginfjár og veginn fjármagnskostnaður félaga. 

Leiðbeinandi: Kristján Markús Bragason

Lestur ársreikninga

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig ársreikningar geta nýst til að meta fýsileika þess að fjárfesta í fyrirtækjum eða greina rekstur þeirra.  Ársreikningar eru helsta uppspretta upplýsinga um afkomu og rekstur fyrirtækja. Þekking á lestri ársreikninga gefur betri mynd af rekstri félaganna og hjálpar til við verðlagningu þeirra og þar með að meta hvort þau séu vænlegur fjárfestingarkostur.

Leiðbeinandi: Haukur Skúlason

Skipulag

Kennsludagsetningar:

  • Miðvikudagurinn 3. október kl. 09:00-16:00
  • Miðvikudagurinn 10. október kl. 09:00-16:00
  • Þriðjudagurinn 16. október kl. 09:00-16:00
  • Þriðjudagurinn 23. október kl. 09:00-16:00

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.

Lengd: 28 klst. (4x7 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð. 

Leiðbeinandi

Haukur-Skulason_1525799606144

Haukur Skúlason

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Haukur lauk MBA gráðu í fjármálum frá Rice University, Jesse H. Jones Graduate School of Management árið 2005, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2001.

Haukur starfaði sem fjármálastjóri Móbergs árið 2016. Fyrir það starfaði Haukur í 10 ár hjá Glitni og Íslandsbanka. Frá árinu 2013 vann hann sem verkefnastjóri framtaksfjárfestinga hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka. Þá gegndi hann stöðu forstöðumanns framtaksfjárfestinga hjá VÍB. Einnig hefur Haukur verið forstöðumaður í greiningu og stefnumótun á viðskiptabankasviði Íslandsbanka.

Haukur hefur einnig setið sem stjórnarformaður FAST-1 slhf. og stjórnarmaður hjá Kreditkortum hf. Þar áður var hann stjórnarmaður í Frumtaki frumkvöðlasjóði.

Johann-Vidar-nr-23

Jóhann Viðar Ívarsson

Greinandi hjá IFS Ráðgjöf

Jóhann er með MBA próf frá Warwick Business School í Bretlandi og framhaldsgráðu í þjóðhagfræði frá London School of Economics. Hann er auk þess löggiltur verðbréfamiðlari á Íslandi.

Jóhann sinnir greiningarverkefnum og viðskiptaþróun hjá IFS Ráðgjöf auk ráðgjafarverkefna og kennslu hjá eigin fyrirtæki. Hann hefur langa reynslu af beinni vinnu við fjármál fyrirtækja og fjármálamarkaða. Þá hefur hann kennt fjármálafræðin og hagnýtingu þeirra við Háskólann í Reykjavík og fleiri háskóla síðan 1998. 
Kristjan-M.-Bragason--2-

Kristján Markús Bragason

Chief equity analyst

Kristján er með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands, meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík í fjárfestingarstjórnun (MSIM) sem og Cand Oecon gráðu í endurskoðun og reikningshaldi frá Háskóla Íslands.  Hann er einnig löggiltur verðbréfamiðlari.

Kristján hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2012, fyrst í Greiningardeild hjá Markaðsviðskiptum bankans, en síðar sem greinandi hjá Verðbréfamiðlun. Á árunum 2005-2012 starfaði hann hjá PwC í fyrirtækjaráðgjöf.


Verð

Verð: 235.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri