Stjórnendur framtíðarinnar

Leiðtogar í lífi og starfi

Námskeiðslýsing

Námslínan hefur það að meginmarkmiði að kynna stjórnendur fyrir helstu lykilatriðum stjórnunar og veita þeim aukið öryggi í nýju hlutverki.

Ragnhildur Edda Tryggvadóttir, Global Category Manager hjá Marel

Fimm námslotur

Opni háskólinn í HR hefur í samvinnu við sérfræðinga úr HR og samstarfsaðila í íslensku atvinnulífi þróað námslínu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur eða vilja efla sig í stjórnendahlutverkinu. Lögð er áhersla á raunhæf verkefni til þess að tengja námsefnið sem best við þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir í daglegum störfum.

Námslínan sem er 25 klst. samanstendur af fimm eftirfarandi efnisþáttum sem hver um sig eru 5 klukkustundir:

 • Stjórnun og forysta 

 • Fjármál og rekstur 

 • Verkefna- og tímastjórnun 

 • Mannauðsstjórnun 

 • Persónuleg þróun stjórnandans

Skipulag

Tími: Námslínan verður kennd á miðvikudögum frá 13:00-18:00. Hún hefst 3. október og lýkur 28.nóvember.

Lengd: 25 klst. (5x5 klst.)

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð. 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.

Námslínan samanstendur af fimm efnisþáttum.

Stjórnun og forysta - 3. október 

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi betri skilning á grunnþáttum stjórnunar og forystu 
 • Þekki einkenni árangursríkra liðsheilda 
 • Hafi kynnst grunnatriðum frammistöðustjórnunar 

Leiðbeinandi: Ketill Berg Magnússon, MA og MBA, framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við HR.

Fjármál og rekstur - 17. október

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Þekki ferli áætlanagerðar
 • Þekki hvernig tengja má fjárhagsáætlanir við stefnumótun og markaðssetningu
 • Hafi aukna þekkingu á rekstrarstjórnun
 • Hafi þekkingu á arðsemismati og notagildi þess 

Leiðbeinandi: Jón Hreinsson, MBA, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. 

Verkefna- og tímastjórnun - 31. október

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi öðlast betri hæfni í skipulagi og forgangsröðun verkefna
 • Hafi öðlast betri hæfni í útdeilingu verkefna og ábyrgðar
 • Hafi öðlast betri þekkingu á verkefna- og tímastjórnun 

Leiðbeinandi: Lára Óskarsdóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi

Mannauðsstjórnun - 14. nóvember

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi aukinn skilning á ólíkum hliðum mannauðsmála
 • Hafi dýpri innsýn í hvernig bregðast megi við krefjandi starfsmannamálum
 • Þekki lykilatriði ráðninga og starfsþróunar
 • Hafi öðlast aukna vitund um áhrif jafnréttis á vinnuumhverfi 

Leiðbeinandi: Hulda Dóra Styrmisdóttir, MBA, stjórnendaráðgjafi hjá Landspítala Íslands. 

Persónuleg þróun stjórnandans - 28. nóvember

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:  

 • Hafi öðlast aukna þekkingu á mikilvægi persónulegrar þróunar 
 • Hafi betri sýn á eigin styrkleika og tækifæri til umbóta 
 • Hafi sett sér markmið til að ná auknum árangri í lífi og starfi

Leiðbeinandi: Lára Óskarsdóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi. 

Leiðbeinendur

Ketill Berg Magnússon

Ketill Berg Magnússon

MA og MBA

Ketill Berg Magnússon er framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnendamarkþjálfi og kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við HR. Henn hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum og fyrirtækjum. Ketill er MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í viðskiptasiðfræði frá University of Saskachewan í Kanada 1997 og BA frá Háskóla Íslands.
Jón Hreinsson

Jón Hreinsson

MBA


Jón er fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur unnið með fyrirtækjum og frumkvöðlum við þróun viðskiptahugmynda og uppbyggingu rekstrar í yfir 15 ár. Hann kennir einnig í námi í Hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, Rekstrar- og fjármálanámi við Opna háskólann í HR auk annarra námskeiða. Jón er stjórnarmaður í Búseta hsf. Hann er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, Iðnrekstrarfræði og viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.
Lára Óskarsdóttir

Lára Óskarsdóttir

PCC


Lára lauk B.Ed. próf frá HÍ 2008 og diplomanámi í mannauðsstjórnun frá EHÍ.  Hún hefur einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Opna háskólanum í HR og Coach University. Lára er með PCC vottun frá International Coach Federation. Árið 2016 lauk hún námi í Straumlínustjórnun (Lean management) frá Opna háskólanum í HR. Lára rak sitt eigið fyrirtæki til ársins 1994 en söðlaði þá um. Um árabil starfaði hún sem kynningarstjóri fyrir Íþrótta- og Ólympíusambandið og Ungmennafélag Íslands. Hún starfaði sem Dale Carnegie þjálfari fram til ársins 2013. Lára hefur mikla reynslu af kennslu, þjálfun og námskeiðahaldi og hefur m.a. starfað með stjórnendum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja og stofnanna á Íslandi. Lára þýddi bókina Meira sjálfstraust eftir Paul McGee, 2010.

Hulda Dóra Styrmisdóttir

Hulda Dóra Styrmisdóttir

MBA


Hulda Dóra starfar við markþjálfun fyrir stjórnendur og starfsmenn hjá Landspítala Íslands. Hún hefur verið stundakennari við HR frá 2006 og starfaði sem aðjúnkt og forstöðumaður í viðskiptadeild 2013-2017 þar sem hún kenndi í grunnnámi og meistaranámi. Hún er auk þess fyrirlesari í Opna Háskólanum í  HR. Hún hefur nær tveggja áratuga reynslu af breytingavinnu og breytingastjórnun, sem stjórnandi, ráðgjafi, markþjálfi og þátttakandi bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Hulda er MBA frá INSEAD, viðskiptaháskólanum í Frakklandi, 1992, BA frá Brandeis University, Bandaríkjunum. Þá lauk Hulda einnig diploma í breytingastjórnun og vinnusálfræði frá INSEAD 2006.

Verð

Verð: 217.000

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Linda Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri