Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni

Námskeiðslýsing

Nám sem þjálfar þátttakendur í mannauðsstjórnun í öllum sínum fjölbreytileika.

Oh-2018-mannaudsstjornun„Námið hefur nýst mér ákaflega vel í mörgum þáttum starfs míns. Í alþjóðlegu umhverfi smásölugeirans gilda skýrar vinnureglur og því skipta góð samskipti milli fólks afar miklu máli. Nám í Mannauðsstjórnun og  leiðtogafærni veitir manni mörg tól og tæki til að takast á við ýmis mál tengd samskiptum og færa þau í góðan farveg. Það auðveldar vinnustöðum að ná sameiginlegum markmiðum.“

Þórhallur Ágústsson, sölustjóri útflutnings hjá Nóa Síríus

Efnisþættir

Verðmæti fyrirtækja og stofnana velta ekki hvað síst á mannauðnum sem þar starfar hverju sinni. Sýnt hefur verið fram á að skilvirk og stefnumiðuð mannauðsstjórnun skilar sér í bættum rekstri og frammistöðu skipulagsheilda.

Meðal viðfangsefna eru stjórnun, ráðningar, vinnuréttur og markþjálfun. Námið byggist á fjölbreyttum kennsluaðferðum, hagnýtum verkefnum og þjálfun í notkun mismunandi aðferða við þróun og eflingu mannauðs.

Skipulag

Kennt er einn dag í viku (þriðjudaga), aðra hverja viku, frá kl. 09:00-17:00.

Tími: Hefst aftur haustið 2019.

Lengd: 56 klst. 

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Námið samanstendur af sjö efnisþáttum*

*Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námið.

11. september - Stefnumiðuð mannauðsstjórnun

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

 • Hafi öðlast innsýn í það hvernig stefna og skipulag hafa áhrif á árangur starfsfólks
 • Þekki til lykilþátta sem stuðla að starfsánægju, helgun og hollustu
 • Hafi kynnst því hvernig samskipti einstaklinga, viðhorf og hegðun hafa áhrif á það hvernig verkefni vinnast, ákvarðanir eru teknar og þær framkvæmdar

Leiðbeinandi: Hulda Dóra Styrmisdóttir, markþjálfi fyrir stjórnendur og starfsmenn hjá Landspítalanum.

25. september - Ráðningar, starfsþróun og jafnrétti á vinnustað

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur: 

 • Þekki áhrif jafnréttis á vinnuumhverfi og árangur fyrirtækja
 • Hafi öðlast færni í að greina ómeðvituð viðhorf sem stutt geta við mismunun kynja í ráðningum, starfsþróun og frammistöðuviðmiðun
 • Geti sett fram hugmyndir um aðgerðir til að stuðla að auknu kynjajafnrétti á sínum vinnustað 

Leiðbeinendur: Hulda Dóra Styrmisdóttir, markþjálfi fyrir stjórnendur og starfsmenn hjá Landspítalanum og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við HR.

9. október - Stjórnandinn í hlutverki markþjálfans

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi kynnst aðferðafræði markþjálfunar og hversu áhrifarík hún er í stjórnenda- og leiðtogaþjálfun
 • Geti sannreynt og nýtt sér skilvirkar aðferðir við einkaráðgjöf
 • Geti tileinkað sér leiðir til að auka sköpunargleði og efla samskipti og frammistöðu einstaklinga og hópa

Leiðbeinandi: Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.

23. október - Þjónandi forysta

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi kynnst hugmyndafræði og viðmiðum þjónandi forystu
 • Hafi kynnst samspili þjónandi forystu og mannauðsstjórnunar
 • Hafi fengið æfingu og innsýn í hagnýtingu þjónandi forystu í lífi og starfi

Leiðbeinandi: Sigurður Ragnarsson, lektor og forseti viðskiptafræðideildar á Bifröst.

6. nóvember - Frammistöðustjórnun, hvatning og endurgjöf

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki lykilhlutverk stjórnandans
 • Hafi kynnst grundvallarhugmyndum frammistöðustjórnunar og helstu aðferðum við frammistöðumælingar 
 • Hafi aukið hæfni sína til að veita endurgjöf
 • Hafi öðlast innsýn í lykilþætti til árangurs einstaklinga, liðsheilda og skipulagsheilda

Leiðbeinandi: Dr. Auður Arna Arnardóttir, lektor og forstöðumaður MBA í HR

20. nóvember - Vinnuréttur og sáttamiðlun

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi fengið lögfræðilega úttekt á réttindum og skyldum varðandi ráðningar og starfslok
 • Þekki þá lögfræðilegu þætti sem hafa ber í huga við ráðningu starfsmanna og gerð ráðningarsamninga
 • Þekki lagalegar hliðar er snúa að uppsögnum starfsmanna

Leiðbeinandi: Einar Örn Davíðsson, héraðsdómslögmaður og Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá Torg ehf.

4. desember - Jákvæð stjórnun og gildi góðrar liðsheildar

Í lok námslotunnar er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki einkenni árangursríkra liðsheilda og geti nýtt sér þá þekkingu í starfi
 • Hafi kynnst aðferðum sem nota má til þess að efla liðsheild á sínum vinnustöðum
 • Þekki tengslin milli liðsheildar og starfsánægju og geti nýtt sér aðferðir til þess að ná fram hvoru tveggja, góðri liðsheild og starfsánægju

Leiðbeinandi: Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR.

Leiðbeinendur

Hulda Dóra Styrmisdóttir

Hulda Dóra Styrmisdóttir

Markþjálfi fyrir stjórnendur og starfsmenn hjá Landspítalanum. MBA

Hulda Dóra er markþjálfi fyrir stjórnendur og starfsmenn hjá Landspítalanum og fyrrum forstöðumaður meistaranáms í viðskiptadeild HR. Hún hefur 15 ára reynslu af breytingavinnu og breytingastjórnun, sem stjórnandi, ráðgjafi, markþjálfi og þátttakandi bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Hulda hefur verið stundakennari við HR frá 2006. Hulda er MBA frá INSEAD, viðskiptaháskólanum í Frakklandi, 1992, BA frá Brandeis University, Bandaríkjunum. Þá lauk Hulda einnig diploma í breytingastjórnun og vinnusálfræði frá INSEAD 2006.

Ketill Berg Magnússon

Framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við HR. MBA

Ketill Berg er framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnendamarkþjálfi, kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við HR. Hann hefur yfir tíu ára reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum og fyrirtækjum. Ketill er MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í viðskiptasiðfræði frá University of Saskachewan í Kanada 1997 og BA frá Háskóla Íslands 1993.
Gudrun-Hognadottir

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA

Guðrún er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Auk stjórnunarstarfa og kennslu við HR hefur hún síðastliðin ár unnið sem leiðbeinandi og markþjálfi (e. executive coach) í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða. Guðrún er viðurkenndur þjálfari í efni FranklinCovey um 7 venjur til árangurs, Leadership og 7 Habits of Highly Effective Managers auk Coaching Clinic CCUI.
Auður Arna Arnardóttir

Auður Arna Arnardóttir

Forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild HR. PhD

Dr. Auður Arna er forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild HR. Hún er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, og meistaragráðu og síðar doktorsgráðu í ráðgjafasálfræði frá Virginia Commonwealth University. Auður hefur einnig lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Háskóla Íslands. Hún sérhæfir sig meðal annars í mannauðsstjórnun, eðli hópa og hópa dýnamík. Auður hefur kennt við viðskiptadeild HR frá árinu 2001.
Sigurður Ragnarsson

Sigurður Ragnarsson

Lektor og forseti viðskiptafræðideildar á Bifröst. MBA

Sigurður er lektor og forseti viðskiptafræðideildar Háskólans á Bifröst þar sem hann kennir meðal annars forystufræði og samningatækni. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu og þar á meðal reynslu af eigin fyrirtækjarekstri. Sigurður gaf út bókina Forysta og samskipti - Leiðtogafræði í lok árs 2011. Sigurður er með BA í mannauðsstjórnun og MBA í stjórnun og markaðsfræðum frá Golden Gate University í San Francisco.
Einar-Orn-Davidsson

Einar Örn Davíðsson

Héraðsdómslögmaður

Einar Örn stundaði laganám við Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu og Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2001 sem Cand.jur. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2003 og varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 2005. Einar Örn hefur meðal annars starfað hjá hagsmunasamtökum atvinnurekenda og fjármálastofnunum.
Elmar-snip

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Framkvæmdastjóri hjá Torg ehf.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem og úr háskólasamfélaginu. Hann er framkvæmdastjóri hjá Torg ehf., sem rekur m.a. Fréttablaðið. Elmar lærði sáttamiðlun við University of Pennsylvina í Bandaríkjunum og sinnti þar sáttamiðlun.  Þá hefur Elmar lokið framhaldsþjálfun í sáttamiðlun í viðskiptalegum deilum hjá Lögmannafélaginu í New York. Elmar var um árabil lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kenndi m.a. sáttamiðlun, lögfræði og fjármál. Hann er nú stundakennari við Lagadeild HÍ auk þess að sinna kennslu í MBA námi skólans. Þá er Elmar þjálfari hjá Dale Carnegie.
Hafrún Kristjánsdóttir

Hafrún Kristjánsdóttir

Lektor og sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR. PhD

Dr. Hafrún er sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR. Hún hefur verið stundakennari við HR frá 2008. Hafrún situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands, í heilbrigðisráði ÍSÍ og er sálfræðingur í fagteymi ÍSÍ. Hún lék handbolta með Val um árabil og á fjölmarga leiki að baki með meistaraflokki félagsins sem og landsliði Íslands. Hafrún varði doktorsritgerð sína árið 2015 og útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands 2005 en meistaraverkefni hennar var á sviði íþróttasálfræði.

Verð

Verð: 485.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband


Lýdía Huld Grímsdóttir

Verkefnastjóri