Nám fyrir starfsmenn lífeyrissjóða

Námskeiðslýsing

Um námið

Markmiðið með náminu er að efla almenna þekkingu starfsmanna á íslenska lífeyriskerfinu með áherslu á starfstengdan lífeyri og lífeyrissparnað í séreign. Þeir sem sækja námskeiðið fá góða heildarmynd af hlutverki og starfsemi lífeyrissjóðanna og hvernig sjóðfélagar geta nýtt sér þau réttindi sem þeir ávinna sér með greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða.

Á námskeiðinu verður fjallað um lífeyriskerfið, starfsheimildir lífeyrissjóða, hlutverk þeirra og skipulag, almennt um fjárfestingarstarfsemi sjóðanna sem og mat á tryggingafræðilegri stöðu þeirra. Þá verður farið yfir helstu réttindi sem sjóðfélagar ávinna sér í samtryggingu og séreign.

Fyrir hverja?

Námið er ætlað starfsmönnum lífeyrissjóða en hentar einnig vel bankastarfsmönnum sem koma að lífeyrisráðgjöf og starfsmönnum fyrirtækja sem þjónusta lífeyrissjóði og vilja kynna sér starfsemi þeirra.

Námið skiptist upp í eftirfarandi námskeið*:

Uppbygging lífeyriskerfisins 

 • Almennt um lífeyriskerfið
 • Mismunandi réttarkerfi, sjóðir með og án bakábyrgðar launagreiðenda
 • Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (yfirlit yfir réttarheimildir, þ.e. lög, reglugerðir o.fl.) 
 • Eftirlit með greiðslu iðgjalda
 • Lífeyrisréttindi: Tryggingafræðileg úttekt og eignaréttur 
 • Landssamtök lífeyrissjóða

Hlutverk, skipulag og starfsemi lífeyrissjóða 

 • Lífeyriskerfið í þjóðhagslegu og alþjóðlegu samhengi
 • Starfsheimildir og skipulag lífeyrissjóða
 • Stjórnkerfi lífeyrissjóða (m.a. stjórn, framkvæmdastjóri, endurskoðun, sjóðfélagafundir)
 • Lífeyrissjóðir og viðmiðanir um stjórnarhætti
 • Fjárfestingarstefna og fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða
 • Eftirlit með starfsemi: Innri og ytri endurskoðun, innra eftirlit og opinbert eftirlit

Lífeyrisréttindi og lífeyrissparnaður 

 • Nánar um réttindi í I., II. og III. stoð lífeyriskerfisins
  1. Almannatryggingar
  2. Lífeyrisréttindi í samtryggingu
  3. Lífeyrissparnaður í séreign
 • Um lífeyrisréttindi í samtryggingu
  1. Um réttindi í almannatryggingarkerfinu, elli- og örorkulífeyrir
  2. Mismunandi uppbygging eftir lífeyrissjóðum
   • Lífeyrissjóðir með bakábyrgð vinnuveitenda
   • Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði
   • Lífeyrissjóðir með frjálsa aðild
 • Jöfn og aldurstengd réttindaávinnsla, viðmiðunariðgjald
 • Samþætting lágmarkstryggingaverndar í samtryggingu og séreign
 • Réttindi í samtryggingu, elli-, örorku-, maka- og barnalífeyrir
 • Samkomulag um samskipti lífeyrissjóða
 • Skipting ellilífeyrisréttinda milli sjóðfélaga og maka
 • Lífeyrissparnaður í séreign, reglur um ávinnslu og úttekt
 • Hvernig getur hver og einn nýtt sér sín lífeyrisréttindi og lífeyrissparnað þegar kemur að töku lífeyris

* Verið getur að einhverjar breytingar verði á uppröðun einstakra efnisþátta. Ef breytingar eiga sér stað verður það kynnt þátttakendum við upphaf námskeiðs.

Skipulag

Lengd: Samtals 24 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík.

Leiðbeinendur

Þórey S. Sigurðardóttir

Þórey S. Þórðardóttir

Framkvæmdastjóri Landssamtaka líferyissjóða

Tómas N. Möller

Tómas N. Möller

Lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði Verzlunarmanna

Verð

Verð: 165.000 kr. 

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri

asdisj@ru.is
599 6398