Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur

Námskeiðslýsing

Nám í aðferðum straumlínustjórnunar (e.lean) sem sérstaklega er hannað með stjórnendur í huga. Farið verður yfir hvernig lean aðferðafræðin getur nýst sem stjórntæki í fyrirtækjum og hvernig tengja má lean við stefnu fyrirtækja. Hugtök og megininntök aðferðanna verða kynnt og farið verður yfir hvernig eigi að hefja innleiðingu og hvað þurfi til að ná árangri.

Námið samanstendur af eftirfarandi lotum:

  • Bakgrunnur straumlínustjórnunar og stöðugar umbætur
  • Sóun og virðissköpun
  • Straumlínustjórnun og stefna fyrirtækisins
  • Innleiðing straumlínustjórnunar

Fyrir hverja?
Námið hentar sérstaklega þeim sem vilja styðja sérfræðinga við lean innleiðingu í fyrirtækjunum sínum. Námið samanstendur af fjórum eins dags kennslulotum og hver lota er kennd með fjögurra vikna millibili. 

Umsögn frá nemanda

Að gera sífellt betur í rekstri og stjórnun, er krafa dagsins – ekki hvað síst í rekstri stofnana ríkisins. Þar á viðskiptavinurinn ætíð, eðli máls samkvæmt að vera í fyrirrúmi og ferlar einfaldir. Straumlínustjórnun hefur því um nokkurt skeið verið til skoðunar hjá okkur í Tryggingastofnun. Það varð þó ekki fyrr en undir handleiðslu Péturs Arasonar á námskeiðinu Straumlínustjórnun fyrir stjórnendur að hlutirnir fóru að gerast. Þar fengust skýr svör við flóknum spurningum okkar og góð leiðsögn um hvernig standa mætti að innleiðingunni. Framundan eru því spennandi umbótatímar hjá stofnuninni. Takk fyrir okkur!

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar.

Skipulag

Tími:

Kennsla fer fram eftirfarandi daga frá kl. 9:00 - 17:00.

  • Bakgrunnur straumlínustjórnunar og stöðugar umbætur. Þriðjudagur 8. september.
  • Sóun og virðissköpun. Þriðjudagur 6. október.
  • Straumlínustjórnun og stefna fyrirtækisins. Fimmtudagur 12. nóvember.
  • Innleiðing straumlínustjórnunar. Miðvikudagur 9. desember

Lengd:

32 klst. (4 x 8 klst.)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.


Leiðbeinandi

Pétur Arason, MSc í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Álaborg 2002. Pétur hefur starfað síðastliðin átta ár hjá Marel, nú sem Global Innovation Program Manager. Þar áður starfaði hann hjá hjá Flextronics í Danmörku og sem viðskiptaráðgjafi hjá ParX. Sérsvið hans eru nýsköpun í stjórnun fyrirtækja (e. management innovation), stefnumótun og innleiðing stefnu, straumlínustjórnun (e. lean) og aðferðir tengdar fyrirtækjakerfum, ferlastjórnun, stöðugum umbótum. Pétur hefur í mörg ár verið prófdómari og leiðbeinandi í verkefnum háskólanema bæði á Íslandi og í Danmörku. Pétur hefur einnig kennt rekstrarstjórnun (e. Operational management).

Verð

Verð: 249.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og veitingar á námskeiðsdögum.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu sambandÁsdís Erla Jónsdóttir, verkefnastjóri
asdisj@ru.is  
Sími: 599 6398