Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

Vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar (e. logistics and supply chain management) lýsir meðal annars öllum þeim ólíku en samþættu aðgerðum sem þarf til að flytja og meðhöndla aðföng frá upprunastað til áfangastaðar með það að markmiði að mæta þörfum viðskiptavina.

Á námskeiðunum er fjallað um hvernig fyrirtæki geta skipulagt aðfangakeðjuna sína í heild svo að hún sé ekki bara hagkvæm, heldur fylgi hún markaðsstefnu fyrirtækisins. Farið er yfir aðferðir til að lækka birgða- og flutningskostnað samhliða því að bæta þjónustu við viðskiptavini, meðal annars með því að auka skilvirkni við áætlanagerð, flutninga, framleiðslu og innkaup á vörum og þjónustu.

Námskeiðin eru byggð á fræðilegum grunni en mikil áhersla er lögð á að þau séu hagnýt og að þau nýtist þátttakendum í starfi. Námsefnið er skipulagt og unnið í samstarfi við AGR Dynamics

Skipulag

Tími:   Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum á milli kl. 13:00 - 17:00

Lengd:  40 klst.  ( 10 x 4 klst.)

Sjá nánari upplýsingar um kennsluáætlun

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð. 

Kennsluáætlun haust 2017

Námslotur eru 5

Inngangur að vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar

Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnhugmyndir og hugtök sem tengjast vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar  (e. logistics and supply chain management).

Kynntar verða mismunandi stefnur varðandi öflun aðfanga ásamt mikilvægi þess að fyrirtæki skilgreini stefnu í aðfangakeðjunni í heild. Einnig verður rætt um aðfangakeðjur framtíðarinnar, alþjóðavæðinguna og áhættustjórnun.

Farið verður yfir þá þætti sem einkenna aðfangakeðjur og hvernig hægt er að nota ferlagreiningu til þess að öðlast yfirsýn og bæta vöruflæðið.

Skoðað verður sérstaklega hvernig sveiflur í eftirspurn geta haft áhrif aðfangakeðjuna og leiðir kynntar sem minnka áhrifin upp keðjuna.

Að lokum verða skoðaðar aðferðir til þess að hanna rétta aðfangakeðju með tilliti til aðstæðna og þeirra umhverfisþátta sem verka á mismunandi hlekki aðfangakeðjunnar.

Kennarar verða: Daði Rúnar Jónsson og Elva Sif Ingólfsdóttir 


Eftirspurn og söluspár

Á þessu námskeiði verður farið yfir mismunandi einkenni eftirspurnar, spáeiginleika vara og mismunandi spáaðferðir.

Sérstök áhersla verður lögð á tölfræðilegar spáaðferðir og farið yfir kosti þeirra og galla. Farið verður í eiginleika og útreikninga mismunandi tölfræðilegra spálíkana. Auk þess sem áhrif söluherferða á eftirspurn verða skoðuð sérstaklega.

Einnig verður lögð áhersla á áætlanagerð, þá sérstaklega söluáætlanir og tengingu þeirra við innkaupa- og framleiðslustýringu.

Að lokum munum við skoða hvernig hægt er að nota Machine learning (vélrænn lærdómur) til að spá um kauphegðun neytenda, auka sölu og bæta þjónustu við viðskiptavini.

Kennarar verða: Daði Rúnar Jónsson og Agnes Jóhannsdóttir


Innkaupa- og birgðastýring

Á þessu námskeiði verður farið í bæði fræðilegar og hagnýtar aðferðir til þess að ákvarða innkaupamagn í innkaupapöntunum. 

Skoðað verður mikilvægi upplýsinga til þess að auka skilvirkni í pantanaferlinu, lækka birgðir og mæta þjónustustigsmarkmiðum.

Einnig verða skoðaðar aðferðir og tól til þess að skipuleggja og stýra birgðum með það að markmiði að lágmarka kostnað og hámarka sölu/framlegð.

Farið verður yfir tengsl þjónustustigs og birgðahaldskostnaðar og hvernig mikilvægisflokkun vara, einnig þekkt sem ABC greining Pareto, er notuð til þess að bæta birgðastýringu. Jafnframt verður farið yfir helstu árangursmælikvarða aðfangakeðjunnar.

Kennarar verða: Daði Rúnar Jónsson og Elva Sif Ingólfsdóttir


Framleiðslustýring og stefnumótandi innkaup

Stefnumótandi innkaup. Á þessu námskeiði verða skoðaðar leiðir til að bæta stefnumótandi innkaup.

Farið verður yfir innkaupaferlið og þá þætti sem þarf að skoða í stefnumótandi innkaupum. Einnig verður farið yfir mismunandi stefnur í innkaupum.

Vöruflokkastjórnun (e. category management) verður skoðuð sérstaklega en þar er áhersla lögð á að hámarka virði vöruflokka.

Auk þess verða skoðaðar mismunandi aðferðir til að áætla og lækka kostnað fyrirtækja og stofnana í innkaupum.

Farið verður yfir lykilatriði í samstarf með birgjum og hvernig byggja má gott samstarf. Auk þess sem kynntar verðar aðferðir til að mæla og meta frammistöðu birgja og hvernig velja á lykilbirgja.

Kennari: Björgvin Víkingsson

Framleiðslustýring. Farið verður í helstu aðferð í framleiðslu á vörum. Einnig verður farið inn á gæðastjórnun og hvernig má lágmarka sóun í framleiðslu.

Kennari: Katrín Auðunardóttir


Vörudreifing, flutningar og skipulag vöruhúsa

Vörudreifing og flutningar. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að skoða þá ferla sem tengjast því að koma aðföngum frá upprunastað til áfangastaðar. Mismunandi þættir vörustýringar sem snúa að flutningum verða skoðaðir og áhersla lögð á hagnýtar ákvarðanir sem tengjast flutning og flutningsmáta.

Farið verður yfir helstu áhrifaþætti í vörudreifingu og hvað hugtökin Cross docking og miðlæg dreifing fela í sér. Auk þess verða kostir og gallar þess að fá utanaðkomandi fyrirtæki (e. 3PL) til að sjá um flutning, hýsingu, dreifingu og aðra þætti aðfangakeðjunnar skoðaðir.

Hugtakið Reverse logistics verður skoðað á þessu námskeiði en það horfir á flæði vara til baka í aðfangakeðjunni meðal annars vegna vöruskila, viðgerða eða endurvinnslu. Einnig verður farið inn á það hvernig vörustjórnun og ákvarðanir varðandi flutning og dreifingu á vörum hafa áhrif á kolefnisfótspor (e. carbon footprints) fyrirtækja.

Kennari: Daði Rúnar Jónsson

Skipulag vöruhúsa Hér verður farið yfir verkferla og skipulag vöruhúsa með hliðsjón af vöruflæði. Lögð er áhersla á hagnýtar aðferðir til þess að betrumbæta skipulag og skilvirkni vöruhúsa meðal annars út frá aðferðum aðgerðarrannsókna.

Kennari: Finnur Torfi MagnussonLeiðbeinendur


Bjorgvin

Björgvin Víkingsson

Senior Project Procurement Manager hjá Maersk Drilling í Danmörku.

MSc Supply Chain Management frá tækniháskólanum ETH í Zurich.. Áður starfaði Björgvin sem Strategic Purchasing Manager hjá Marel, þar sem hann vann að stöðugum umbótum á aðfangakeðjunni. Björgvin hefur verið í faghópi um straumlínustjórnun hjá Stjórnvísi síðan 2010 og hefur verið virkur í að halda fyrirlestra varðandi LEAN og aðfangakeðjustýringu.

Daði

Daði Rúnar Jónsson

Ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics.

MSc í Logistics and Supply Chain Management frá Aarhus University í Danmörku. Daði Rúnar starfar sem ráðgjafi í innkaupum- og birgðastjórnun hjá AGR Dynamics. Hann sinnir þar samhliða ráðgjöf og kennslu, verkefnastjórnun við innleiðingar á hugbúnaðarlausnum AGR Dynamics. Þar að auki er hann í stjórn faghóps um vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá Stjórnvísi. Áður starfaði Daði Rúnar við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku.
Finnur-Torfi-Magnusson

Finnur Torfi Magnússon

Forstjóri IsArc Consulting.

BSc í verkfræði frá Northern Arizona University í Bandaríkjunum, sérfræðingur í skipulagi vöruhúsa
KatrinRU

Katrín Auðunardóttir

Sálfstætt starfandi ráðgjafi.

MSc í iðnaðarverkfræði með sérhæfingu í framleiðslu- og gæðastjórnun frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem ráðgjafi hjá Kaffitári en auk þess hefur hún verið með stöðu stundakennara við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík síðan 2011.  Áður var hún framleiðslustjóri hjá ullarframleiðslufyrirtækinu Glófa en lengst af starfaði hún hjá Össuri, eða frá útskrift úr verkfræðideild Háskóla Íslands árið 2002 til 2010.

Verð

Verð: 290.000 kr.  

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála. 

Hafðu samband

Ingibjörg Sandholt

Ingibjörg Sandholt

Verkefnastjóri


Skráning