Löggjöf um persónuvernd

Er þitt fyrirtæki tilbúið?

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður farið yfir þær miklu breytingar sem framundan eru á persónuverndarlöggjöf, á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679, og hvað þær hafa í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Það eru nær öll fyrirtæki og stofnanir sem vinna að einhverju leyti með persónuupplýsingar, hvort sem þær varða starfsmenn eða viðskiptavini, og fyrirhugaðar breytingar snerta því langflesta, jafnvel þó það kunni að vera með mismiklum hætti.

Hið nýja regluverk leggur töluvert auknar skyldur á fyrirtæki og stofnanir og á námskeiðinu verður farið yfir með hagnýtum hætti til hvaða aðgerða þarf að grípa og hvað þarf að hafa í huga við vinnslu persónuupplýsinga.

Með nýju löggjöfinni mun Persónuvernd fá heimildir til að leggja á sektir vegna brota á lögunum og geta þær numið allt að 2,6 milljörðum íslenskra króna eða 4% af heildarveltu fyrirtækja. Í því ljósi er mikilvægt að huga að hlítingu við regluverkið og ekki fara of seint af stað með undirbúning.

Fyrri hluti námskeiðsins verður í fyrirlestraformi en á seinni hluta námskeiðsins munu þátttakendur taka þátt í að leysa raunhæf verkefni. Vonast er eftir líflegum umræðum og spurningum enda rík áhersla lögð á að hafa námskeiðið hagnýtt þannig að það gagnist þátttakendum sem best.

Ávinningur
Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur geri sér grein fyrir því hvað fyrirhugaðar breytingar þýða fyrir þeirra fyrirtæki eða stofnun og átti sig betur á þeim verkefnum sem ráðast þarf í áður en hin nýja löggjöf tekur gildi á vormánuðum 2018.

Fyrir hverja er námskeiðið:

  • Stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem hafa með höndum vinnslu persónuupplýsinga
  • Mannauðsstjóra
  • Öryggisstjóra
  • Innanhússlögfræðinga
  • Persónuverndarfulltrúa og þá sem hafa áhuga á að starfa sem slíkir
  • Aðra sem hafa áhuga á að kynna sér fyrirhugaðar breytingar á regluverkinu

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 12. apríl frá kl. 09:00-12:00. 

Lengd: 1x3 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinendur

Aslaug-Bjorgvinsdottir_mynd-fyrir-vef

Áslaug Björgvinsdóttir

hdl., LL.M., CIPP/E

Áslaug er héraðsdómslögmaður og einn af eigendum LOGOS. 

Hún sérhæfir sig í persónuvernd og hefur unnið á því sviði frá árinu 2007. Áslaug hefur mikla reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana. Hefur leitt fjölda fyrirtækja í gegnum úttektir á vinnslu persónuupplýsinga og greiningu á því til hvaða úrræða fyrirtæki þurfa að grípa áður en nýtt regluverk tekur gildi á næsta ári. 

Áslaug hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um málefni tengd persónuvernd og birt greinar á því sviði. Þá hefur Áslaug hlotið vottun sem persónuverndarsérfræðingur frá IAPP. 

Annað sérsvið hennar er hugverkaréttur, einkum höfundaréttur og vörumerkjaréttur, og er Áslaug með LL.M. gráðu í evrópskum hugverkarétti frá Stokkhólmsháskóla.

Hjordis-Halldorsdottir_mynd-fyrir-vef

Hjördís Halldórsdóttir

hrl., LL.M.

Hjördís er hæstaréttarlögmaður með LL.M. gráðu í lögum og upplýsingatækni frá Stokkhólmsháskóla. Hjördís er einn af eigendum LOGOS, og hefur starfað þar frá árinu 2000, en var áður hjá forvera LOGOS, A&P lögmönnum, árið 1999.

Hjördís hefur lengi verið einn af leiðandi lögmönnum á Íslandi á sviði upplýsingatækni og hugverkaréttar, og hefur starfað sem lögmaður að verkefnum á sviði persónuverndar allt frá árinu 1999. Önnur af tveimur LL.M. ritgerðum hennar við Stokkhólmsháskóla var á sviði persónuverndar og þá hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um ýmis álitaefni á því sviði. Meðal birtra greina hennar er „Tjáningarfrelsi og einkalífsvernd“ sem birtist í afmælisriti Persónuverndar, árið 2007.

Önnur sérsvið hennar eru kröfuréttur, þ.m.t. eins og hann varðar fjármálaþjónustu, málflutningur, verktakaréttur, opinber innkaup, og orkulöggjöf.


Verð

Verð: 38.000 kr. 

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og létt morgunhressing.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra Kr. Ólafsdóttir verkefnastjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri