Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í stjórnun

Námskeiðslýsing

Um námskeiðið

Hvernig stjórnanda tekst til við að takast á við krefjandi aðstæður hefur mikið að gera með hans eigið hugarfar og hegðun. Góðir stjórnendur hafa sveigjanleika bæði í hugsun og hegðun sem hjálpar þeim að takast á við krefjandi aðstæður en þann eiginleika er auðveldlega hægt að þróa og þjálfa.

Aðferðir sem byggjast á hinu hugræna atferlismódeli hafa mikið verið notaðar í meðferð við tilfinningavanda. Aðferðir módelsins eru hins vegar einnig öflugar til að styrkja stjórnendur í starfi. Þær miða meðal annars að því að auka sveigjanleika í hugsun og hegðun. Þegar þeirri færni er náð er hægt að læra að breyta eigin hugsunum og/eða hegðun með það að markmiði að geta tekist á við krefjandi aðstæður í stjórnun á árangursríkan, sveigjanlegan og uppbyggilegan hátt.

Krefjandi starfsmannamál

Í upphafi námskeiðsins verða grunnhugmyndir módelsins kynntar. Þátttakendur skoða hvernig þeir hafa áður brugðist við krefjandi aðstæðum í starfi. Farið verður yfir hvernig bera megi kennsl á óhjálplegar hugsanir og óhjálplegt hegðunarmynstur og finna leiðir til að takast á við aðstæður á markvissari hátt. Einnig verður þátttakendum kennt að nýta módelið til að skilja betur líðan og hegðun starfsmanna sinna sem mun efla þátttakendur í að takast á við krefjandi starfsmannamál og aðrar aðstæður á vinnustað.

Námskeiðið byggist upp á fræðslu og æfingum. Að því loknu ættu stjórnendur að hafa verkfæri til þess að nota í erfiðum starfsmannamálum sem og öðrum krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp í starfsumhverfi.

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur

  • Þekki hugræna atferlismódelið
  • Hafi grunnþekkingu í að beita aðferðafræði módelsins í starfi
  • Geti nýtt ýmis verkfæri módelsins við krefjandi aðstæður
  • Hafi grunnskilning á hegðun og líðan starfsmanna sinna
  • Geti sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi í starfsmannamálum

Skipulag

Tími: Fimmtudagur 14. febrúar 2019, frá kl. 9:00-16:00.

Lengd: 7 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Leiðbeinendur

Hafrún Kristjánsdóttir

Hafrún Kristjánsdóttir

Lektor og sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR. PhD

Dr. Hafrún er sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR. Hún hefur verið stundakennari við HR frá 2008. Hafrún situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands, í heilbrigðisráði ÍSÍ og er sálfræðingur í fagteymi ÍSÍ. Hún lék handbolta með Val um árabil og á fjölmarga leiki að baki með meistaraflokki félagsins sem og landsliði Íslands. Hafrún varði doktorsritgerð sína árið 2015 og útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands 2005 en meistaraverkefni hennar var á sviði íþróttasálfræði.

Linda-Bara-Lydsdottir

Linda Bára Lýðsdóttir

Sálfræðingur og sviðsstjóri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði

Linda Bára er sviðsstjóri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Þar áður hefur hún unnið sem stjórnunarráðgjafi hjá IMG og sálfræðingur hjá LSH. Hún hefur verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2008. Linda útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskólanum í Amsterdam og hefur víðtæka reynslu bæði við sálfræðistörf, ráðgjöf og kennslu. Hún er nú að ljúka doktorsnámi við HÍ.

Verð

Verð: 53.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Linda Vilhjálmsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning