Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í stjórnun
Námskeiðslýsing
Um námskeiðið
Hvernig stjórnanda tekst til við að takast á við krefjandi aðstæður hefur mikið að gera með hans eigið hugarfar og hegðun. Góðir stjórnendur hafa sveigjanleika bæði í hugsun og hegðun sem hjálpar þeim að takast á við krefjandi aðstæður en þann eiginleika er auðveldlega hægt að þróa og þjálfa.
Aðferðir sem byggjast á hinu hugræna atferlismódeli hafa mikið verið notaðar í meðferð við tilfinningavanda. Aðferðir módelsins eru hins vegar einnig öflugar til að styrkja stjórnendur í starfi. Þær miða meðal annars að því að auka sveigjanleika í hugsun og hegðun. Þegar þeirri færni er náð er hægt að læra að breyta eigin hugsunum og/eða hegðun með það að markmiði að geta tekist á við krefjandi aðstæður í stjórnun á árangursríkan, sveigjanlegan og uppbyggilegan hátt.
Krefjandi starfsmannamál
Í upphafi námskeiðsins verða grunnhugmyndir módelsins kynntar. Þátttakendur skoða hvernig þeir hafa áður brugðist við krefjandi aðstæðum í starfi. Farið verður yfir hvernig bera megi kennsl á óhjálplegar hugsanir og óhjálplegt hegðunarmynstur og finna leiðir til að takast á við aðstæður á markvissari hátt. Einnig verður þátttakendum kennt að nýta módelið til að skilja betur líðan og hegðun starfsmanna sinna sem mun efla þátttakendur í að takast á við krefjandi starfsmannamál og aðrar aðstæður á vinnustað.
Námskeiðið byggist upp á fræðslu og æfingum. Að því loknu ættu stjórnendur að hafa verkfæri til þess að nota í erfiðum starfsmannamálum sem og öðrum krefjandi aðstæðum sem kunna að koma upp í starfsumhverfi.
Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur
- Þekki hugræna atferlismódelið
- Hafi grunnþekkingu í að beita aðferðafræði módelsins í starfi
- Geti nýtt ýmis verkfæri módelsins við krefjandi aðstæður
- Hafi grunnskilning á hegðun og líðan starfsmanna sinna
- Geti sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi í starfsmannamálum
Skipulag
Tími: Kennsla fer fram miðvikudaginn 30. maí frá kl. 09:00 - 16:00.
Lengd: 7 klst.
Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.
Leiðbeinendur
Hafrún Kristjánsdóttir
Lektor og sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR. PhD
Dr. Hafrún er sviðsstjóri í tækni- og verkfræðideild HR. Hún hefur verið stundakennari við HR frá 2008. Hafrún situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands, í heilbrigðisráði ÍSÍ og er sálfræðingur í fagteymi ÍSÍ. Hún lék handbolta með Val um árabil og á fjölmarga leiki að baki með meistaraflokki félagsins sem og landsliði Íslands. Hafrún varði doktorsritgerð sína árið 2015 og útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands 2005 en meistaraverkefni hennar var á sviði íþróttasálfræði.

Linda Bára Lýðsdóttir
Sálfræðingur og sviðsstjóri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði
Verð
Verð: 53.000 kr.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.
Hafðu samband
.jpg)