Hagnýting jákvæðrar sálfræði

Verkfærin á bakvið fræðin

Námskeiðslýsing

Jákvæð sálfræði (e. positive psychology) er vísindaleg nálgun sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir á styrkleikum og jákvæðum eiginleikum einstaklinga og þjóða eins og þrautseigju, vellíðan og hamingju. Við þróun og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði er einblínt á styrkleika einstaklinga og skoðað hvað einkennir þá sem eru jákvæðir, sáttir og sælir með lífið og tilveruna. 

Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnkenningar jákvæðrar sálfræði en fyrst og fremst verður einblínt á hagnýtinguna og hvernig hægt sé að nýta þessa vísindalegu nálgun inni á vinnustöðum.

Nokkur dæmi um verkfæri sem að verða skoðuð og prófuð af þátttakendum: 

  • Styrkleikar (e. VIA character strength)
  • Þrautseigja (e. Resilience)
  • Mæling á jákvæðum tilfinningum (e. Positivity ratio)

Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnkenningar jákvæðrar sálfræði en fyrst og fremst verður einblínt á hagnýtinguna og hvernig hægt sé að nýta þessa vísindalegu nálgun inni á vinnustöðum.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Vita hvað jákvæð sálfræði er og þekkja mismunandi leiðir til hagnýtingar hennar.
  • Þekkja styrkleikanálgun og hafa öðlast hæfni til að beita henni í starfi
  • Skilja hvað þrautseigjuþjálfun er og vera með verkfæri til að vinna að eigin þrautseigju sem og þrautseigju

    annarra.

Skipulag

Tími: Námskeiðið verður kennt föstudagana 21. og 28. september og 5., 12. október frá kl. 9:00-12:00.

Lengd: 12 klst. 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.  

Leiðbeinandi

Guðrún Snorradóttir

Guðrún Snorradóttir

Stjórnunarráðgjafi og ACC stjórnendamarkþjálfi

Guðrún Snorradóttir er stjórnunarráðgjafi og ACC stjórnendamarkþjálfi í eigin rekstri. Hún starfar einnig við hefðbundna mannauðsráðgjöf og er hennar sérsvið samskipti og hagnýting jákvæðrar sálfræði. Hún hefur tólf ára reynslu sem stjórnandi og fjögur sem mannauðsráðgjafi. Guðrún er núverandi formaður félags um jákvæða sálfræði á Íslandi og hefur verið virk í evrópsku samtökunum (ENPP) frá 2010. Guðrún er með diplomu á mastersstigi frá Endurmenntun HÍ í jákvæðri sálfræði 2015, stjórnendamarkþjálfun (executive coaching) frá HR 2014 og BA frá Háskólanum í Malmö 2000.

Verð

Verð: 82.000 kr.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og létt morgunhressing.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir---RU

Sandra Kr. Ólafsdóttir

verkefnastjóri


Skráning