Menningarlæsi

Námskeiðslýsing

Menningarlæsi er mikilvægt í öllum atvinnugreinum þar sem samskipti milli ólíkra menningarheima eiga sér stað. Óhætt er að segja að menningarlæsi sé á meðal brýnustu samkeppnisþátta fyrirtækja, ekki síður en öflug markaðssetning, skýr verðstefna, góðar umbúðir, sérsniðnar dreifileiðir o.s.frv. Það skiptir sífellt meira máli að þekkja viðskiptavininn, hans viðmið, gildi, bakgrunn, heimsmynd og viðskiptavenjur.

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um menningu, hvað það er sem gerir okkur ólík hvert öðru, ásamt því sem lögð verður áhersla á viðskipta- og samskiptavenjur ólíkra landa og helstu einkenni þeirra þjóða sem helst sækja Ísland heim. 

Skipulag

Tími: Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 4. október 2018, frá kl. 13:00-17:00.

Lengd: 4 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Thorgeir_Pálsson

Þorgeir Pálsson

Aðjúnkt við viðskiptadeild HR. MBA.

Þorgeir er aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur áratuga reynslu af alþjóðlegum viðskiptum og samskiptum við ólíka menningarheima.

Verð

Verð: 39.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Lýdía Huld Grímsdóttir

Verkefnastjóri

 


Skráning