Verðmætamat starfa

Námskeiðslýsing

Námskeiðið fjallar um verðmætamat starfa og mótun launastrúktúrs fyrirtækja og stofnana. Skipulagður launastrúktúr og verðmætamat starfa er grundvöllur að markvissri launastefnu fyrirtækja og gerir stjórnendur betur í stakk búna fyrir launasamtöl og að veita heiðarlega endurgjöf. Verðmætamat starfa er auk þess eitt af fyrstu skrefum sem fyrirtæki þurfa að taka til að hefja vinnu við jafnlaunvottun og jafnlaunaúttekt. 

Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi þætti:

  • Verðmætamat starfa
  • Mótun starfshópa
  • Breytur og mælikvarða við flokkun starfa
  • Mótun launastrúktúrs
  • Undirbúningur stjórnenda fyrir launasamtöl


Námskeiðið hentar þér ef þú vilt:

  • Móta markvissa launastefnu fyrir þitt fyrirtæki eða stofnun
  • Geta svarað starfsmönnum þínum hvernig mat á virði starfs er háttað
  • Hefja undirbúning að jafnlaunavottun eða jafnlaunaúttekt
  • Byggja upp sanngjarnan launastrúktúr
  • Vera betur í stakk búin/n fyrir launasamtöl

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram þriðjudagana 17. og 24. október frá kl. 09:00-13:00.  

Lengd: 8 klst.  (2 x 4 klst.) 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Elfa-hronn 

Elfa Hrönn Guðmundsdóttir

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Elfa Hrönn er menntuð í mannauðsstjórnun, stjórnun og rekstri (MBA) og markþjálfun. Hún er með margra ára reynslu af mannauðsstjórnun og vinnu við mannauðstengd mál, m.a. hjá Landsneti hf., Háskólanum í Reykjavík, Motus ehf. og Capacent. Hún hefur gegnt formennsku í Flóru, félagi mannauðsstjóra á Íslandi. Elfa Hrönn hefur einlægan áhuga á stjórnun og nýtur þess að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki að þróast og ná markmiðum sínum. Hún starfar í dag sjálfstætt við ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðsmála.


Verð

Verð:  57.000 kr.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri