Frá hugmynd á markað

Námskeiðslýsing

Lærðu um þær áskoranir sem verða á veginum frá því að hugmynd verður til þar til hún er komin á markað og farin að seljast.

Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem leiðbeinandi deilir reynslu sinni af öllum stigum ferilsins, frá hugmynd að vöru/þjónustu á markað.

Meðal þess sem farið verður yfir á námskeiðinu:

  • Vöruþróunarferli
  • Uppbygging vörulína með tilliti til þarfa markaðarins
  • Verðlagning
  • Samskipti við framleiðendur, dreifingaraðila og fjárfesta
  • Sölu- og markaðsaðferðir

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur: 

  • Geri sér betur grein fyrir þeim verkefnum sem sinna þarf frá því að hugmynd að vöru eða þjónustu verður til þar til hún er komin á markað
  • Þekki betur styrkleika og veikleika verkefna í uppbyggingu alþjóðlegrar starfsemi
  • Verði betur undirbúnir til að takast á við alþjóðlega markaðssetningu

Skipulag

Tími: Þriðjudagur 30. janúar og fimmtudagur 1. febrúar 2018, frá kl. 9:00-12:00.

Lengd: 2x3 klst.

Staður: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Leiðbeinandi

Runar-Omarsson

Rúnar Ómarsson

Sjálfstæður ráðgjafi

Rúnar hefur komið að stofnun og uppbyggingu nokkurra farsælla fyrirtækja. Þeirra á meðal má nefna Nikita Clothing sem náð hefur einna lengst allra íslenskra vörumerkja á alþjóðlegum neytendamarkaði. Nikita var með starfsstöðvar í fjórum löndum, framleiðslu í fimm löndum og seldi vörur sínar í yfir fimmtán hundruð sérvöldum verslunum í samstarfi við umboðsmenn og dreifingaraðila í yfir þrjátíu löndum. Rúnar var einn stofnenda fyrirtækisins og var yfir sölu- og markaðsmálum vörumerkisins ásamt því að vera framkvæmdastjóri þess frá stofnun í ársbyrjun 2000 þangað til það var selt til Amer Sports (alþjóðlegt eignarhaldsfélag) í árslok 2011. Hann hefur undanfarin ár nýtt reynslu sína af uppbyggingu fyrirtækja, fjármögnun, framleiðslu, sölu- og markaðssetningu og starfað sem ráðgjafi fyrir íslensk fyrirtæki sem hyggja á alþjóðlega markaðssetningu á sínum vörum, ásamt því að sinna uppbyggingu í ferðaþjónustu á Íslandi.

Verð

Verð: 58.000 kr.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Lýdía Huld Grímsdóttir

Lýdía Huld Grímsdóttir

Verkefnastjóri