Gæðasala

Virðissala á mannlegu nótunum

Námskeiðslýsing

Gæðasala felur í sér einlægan áhuga á þörfum hins aðilans. Þess vegna nýtist hæfni í sölutækni bæði  neytendum og seljendum - ekki síst til að byggja upp langtíma viðskiptasamband og viðhalda því.

Færni í sölu lærist ekki af fyrirlestrum, heldur með æfingu og heiðarlegri endurgjöf í afslöppuðu og opnu umhverfi. Á þessari vinnustofu takast þátttakendur á við hagnýtar æfingar í sölutækni – og fá endurgjöf úr æfingunni sjálfri. Lögð er áhersla á raunhæf verkefni til þess að tengja námsefnið sem best við þær áskoranir sem þátttakendur standa frammi fyrir í daglegum störfum.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur hafi tileinkað sér;
  • að vekja áhuga viðskiptavina
  • að greina og skilja hvað drífur viðskiptavini áfram
  • að skilja og stýra væntingum viðskiptavinarins
  • að efla traust í viðskiptasambandinu
  • að vera hjálpin og jafnvel bjargvætturinn
  • að sjá möguleg andmæli fyrir og vera jafnvel búin að taka á þeim fyrirfram
  • að vera framúrskarandi leikinn í samskiptum
  • að selja meira magn og meiri gæði með hag allra að leiðarljósi

Um gæðasölu

Með þeim hraða sem einkennir viðskiptalífið er glugginn til að ná í gegn til viðskiptavina sífellt þrengri og það er nauðsynlegt að skera sig úr fjöldanum. Með því að nota aðra nálgun og skapa meira virði hjá viðskiptavinum er hægt að skara fram úr. Það þarf oft ekki mikið til að auka sölu um 10%, sem dæmi, og ættu þátttakendur auðveldlega að geta aukið sölu langt umfram kostnað við þjálfun á sama tíma og þjálfunin á sér stað.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram fimmtudaginn 21. mars og þriðjudaginn 26. mars 2019 frá kl. 13.00 - 17.00.   

Lengd: 8 klst (2x4). 

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.   

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Ragnheidur-Aradottir_mynd

Ragnheiður Aradóttir

Msc í mannauðsstjórnun og PCC stjórnendamarkþjálfi

Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROevents og PROcoaching. Hún hefur áralanga yfirgripsmikla reynslu í ferðaþjónustu við framleiðslu og skipulagningu ráðstefna, hvata- og hópaferða.

Hún er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá Opna háskólanum í HR og markþjálfar fjölda stjórnenda innan lands sem utan og á að baki um 2000 tíma í markþjálfun. Hún hefur 12 ára reynslu af þjálfun og kennslu og hefur þjálfað yfir 6.000 manns á námskeiðum innan fjölda fyrirtækja hérlendis sem erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.


Ragnheiður hefur 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu sem stjórnendaþjálfari, ráðgjafi, markþjálfi, atvinnurekandi, viðskiptastjóri, verkefnastjóri, sölu- og markaðsstjóri.  Hún hefur BBA gráðu í ferðamála- og hótelstjórnun, MSc meistaranám í mannauðsstjórnun og PCC gráðu í stjórnendamarkþjálfun. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur mannauðs.


Verð

Verð: 59.000 kr. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra-Kr.-Olafsdottir_staff

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

sandrak@ru.is
599 6342

 

 


Skráning