Kostaðar leitarniðurstöður og vefborðar - vinnustofa í Google AdWords

Námskeiðslýsing 

Á þessu tveggja daga námskeiði verður farið yfir það hvernig setja eigi upp auglýsingaherferð í Google AdWords

Kostaðar leitarniðurstöður eru mikils virði fyrir fyrirtæki. Með þeim er hægt að ná tiltölulega ódýrt og fljótt til fyrirfram ákveðins markhóps og tengja vörur og þjónustu ákveðnum leitarorðum. Einnig verður farið yfir notkun á vefborða „display advertising“ hluta Google Adwords en sá hluti hefur aukist gríðarlega síðustu þrjú ár á Íslandi. Þessi hluti býður upp á vefborða, textaauglýsingar og myndbandsauglýsingar á vefsíðum og snjalltækjum.

Tekin verða dæmi út atvinnulífinu, hvernig árangur hefur verið mældur og hvernig vinna eigi skýrslur til að sýna fram á árangur og virkni.

Fyrri dagurinn á námskeiðinu verður í fyrirlestrarformi en á seinni deginum verður sett upp vinnustofa þar sem þátttakendur geta unnið að sínum verkefnum með aðstoð leiðbeinanda.

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

  • Þekki helstu leiðir í kostuðum leitarniðurstöðum og markaðssetningu á leitarvélum
  • Öðlist þjálfun í að nota og veita ráðgjöf í notkun internetsins í markaðsstarfi
  • Geti sett upp AdWords aðgang og stillt upp auglýsingaherferð

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram fimmtudaginn 8. nóvember og föstudaginn 9. nóvember 2019 frá kl. 09:00-17:00.

Lengd:
Samtals 16 klst. (2 x 8 klst).

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

AriSteinars

Ari Steinarsson

Markaðsstjóri Kynnisferða og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu.

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 9 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfar nú sem markaðsstjóri Kynnisferða.  


Verð

Verð: 101.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri