Leitarvélar, leitavélabestun og efnismarkaðssetning

Námskeiðslýsing

Notkun á leitarvélum hefur aukist gífurlega síðustu ár og margir reiða sig á þær til að leita að vörum og þjónustu bæði í vinnu og í einkalífi. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að rýna í markaðssetningu á leitarvélum til að ná til viðskiptavina sinna.

Á þessu námskeiði verður farið ítarlega yfir helstu leitarvélar og hvernig hægt sé að ná árangri í leitarvélabestun. Einnig verða tæki og tól í tengslum við markaðssetningu á leitarvélum sem í boði eru skoðuð.

Að lokum verður farið yfir notkun á efni fyrir vef og lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að hafa efni á vefnum leitarvélarvænt og lýsandi fyrir fyrirtæki og þjónustu.  

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram föstudaginn 13. október frá kl. 09.00-17.00.

Lengd:
Samtals 8 klst. (1 x 8 klst).

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

AriSteinars

Ari Steinarsson

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavik Excursions

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 9 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavik Excursions.


Verð

Verð: 59.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri