Stafræn markaðssetning í hnotskurn

Námskeiðslýsing

Stafræn markaðssetning í hnotskurn er inngangsnámskeið námslínunnar Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu og setur sviðið fyrir það sem koma skal í náminu. 

Námskeiðið veitir bæði víðtækan og hagnýtan skilning á því hvernig fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir geta nýtt sér stafræna miðla og tækni til að ná fram markmiðum sínum í markaðssetningu og greiningum á neytendahegðun. Sýnt verður fram á hvernig stafræn markaðssetning er öðruvísi en hefðbundin markaðssetning, þ.e.a.s. hvernig stafræn tækni og aðferðafræði hjálpar markaðsfólki að meta betur bæði hegðun og ætlun neytenda og samkeppnisaðila.

Meðal þess sem farið verður í:

  • markmið, mælingar og kennitölur í markaðssetningu
  • kostir heildrænnar markaðssetningar og samþætt notkun miðla
  • stefnumótun og neytendahegðun

Við munum velta fyrir okkur viðskiptalíkönum fyrirtækja í stafrænni markaðssetningu og tilgangi viðskiptanna með umræðu um tekjulíkön, kostnað, umbreytingarhlutföll, mælingum á ánægju neytenda, heimsóknum og tryggð.

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á raunverkefni, styttri raundæmi og tengsl við atvinnulíf. Nemendur munu fá innsýn inn í það efni sem farið verður í ítarlegra í öðrum námskeiðum námslínunnar. Þannig næst frekari dýpt og skilningur í framhaldinu. Lagður er grunnur að frekari kennslu stafrænnar aðferðafræði og notkun mismunandi miðla. Nemendur munu sjá dæmi um hagnýtingu vefgreininga, leitarvéla, snjallsíma, samfélagsmiðla (t.d. Facebook og YouTube) og tölvupósta. 

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram fimmtudaginn 21. september og föstudaginn 22. september  frá kl. 09.00-17.00.

Lengd:
Samtals 16 klst. (2 x 8 klst).

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið. 

Leiðbeinandi

Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Valdimar er B.Sc. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptafræði og með Ph.D. í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

Verð

Verð: 99.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

VerkefnastjóriSkráning