Stefnumótun stafrænna markaðsherferða

Planning Digital Marketing Campaign

Námskeiðslýsing

Stefnumótun stafrænna markaðsherferða er síðasta námskeiðið í náminu. Í byrjun námsbrautarinnar kynntust nemendur stafrænni markaðssetningu og verkefni vetrarins voru kynnt, svo var farið í gegnum hvern og einn miðil, hugað að mælingum á árangri og framtíðinni. Í þessu námskeiði verður hugað að samþættingu miðlanna og mælinganna.

Á námskeiðinu verður farið í gegnum heildræna markaðssetningu. Hver eru markmið hvers og eins miðils og hvernig passa þau inn í heildarmyndina? Sett verða upp líkön fyrir áætlanagerðina með bæði kynningarlegum og markaðslegum markmiðum og farið kerfisbundið í gegnum markaðsáætlanagerð. Einnig munu þátttakendur takast á við raunverkefni eða kynna eigin áætlanagerð í markaðssetninug og fá endurgjöf frá leiðbeinanda og þátttakendu.

Lykilþættir námskeiðs:

  • Stefnumótun sem forsenda vel heppnaðrar framkvæmdar
  • Mikilvægi bæði kynningarlegra og markaðslegra markmiða og mælinga
  • Samþætting miðla og heildræn markaðssetning
  • Nokkur vel valin dæmi af áætlanagerðum og raunverkefni/kynningar

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

  • Hafi öðlast skilning á heildrænni markaðsáætlanagerð og stefnumótun
  • Geti sett fram markaðsáætlun og fylgt henni eftir með markvissri framkvæmd

 

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram föstudaginn 12. apríl 2019 frá kl: 09:00 - 17:00.

Lengd: Samtals 8 klst (1 x 8 klst).

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Valdimar er BSc í sálfræði, MSc í viðskiptafræði og með PhD í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.


Verð

Verð: 61.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning