Vefgreiningar

Web Analytics

Námskeiðslýsing

Í öllu markaðsstarfi er mikilvægt að getað mælt árangur markaðsaðgerða og fylgst með breytingum. Vefgreiningar og tæki til vefgreiningar eru öflug leið til þess og er meginmarkmið þessa námskeiðs að fara að í gegnum vefgreiningar. Meðal þess sem tekið verður fyrir á námskeiðinu er hversu mikilvægt það er að setja sér lykilmælikvarða (KPI) í markaðsstarfi. Einnig verður farið í hvernig setja eigi upp og aðlaga Google Analytics, tengingar við Google Adwords og Webmaster tool frá Google verður skoðað sérstaklega.  

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

  • Þekki helstu tæki til vefgreiningar og geti sett þau upp
  • Geti sett fram markmið og lykilmælikvarða
  • Geti notað vefgreiningartæki í markaðsrannsóknum og nýtt í undirbúningi á markaðsherferðum
  • Öðlist þjálfun í að nota og veita ráðgjöf í notkun Internetsins í markaðsstarfi

 

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu. 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram föstudaginn 29. mars 2019 kl: 09:00 - 17:00

Lengd: 8 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeið.

Leiðbeinandi

AriSteinars

Ari Steinarsson

Markaðsstjóri Kynnisferða og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 9 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ari starfar nú sem markaðsstjóri Kynnisferða.

Verð

Verð: 61.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning