Viðskipti á netinu og greiningar á neytendahegðun

E-Business and Customer Analytics

Námskeiðslýsing

Stafræn viðskiptaumhverfi

Markmið námskeiðsins eru að undirbúa nemendur undir það að takast á við stafrænt viðskiptaumhverfi (digital transformation) og greina tækifæri því tengdu út frá vel mælanlegum markaðsaðgerðum.

Stafræn viðskipti eru að aukast og netið hefur verið að breytast. Þessu fylgja miklar breytingar hjá fyrirtækjum og síauknar kröfur hjá neytendum. Stjórnendur og starfsmenn þurfa að bregðast við þessu og reyna að finna nýjar leiðir til að auka upplifun og ánægju neytenda og virði fyrir fyrirtæki. Námskeiðið mun kryfja viðskiptalíkön og ræddar verðar nýjar tekjulindir sem stafræn viðskipti bjóða upp á. Hugað verður að umskiptum fyrirtækja yfir í stafrænt umhverfi, hvernig hefðbundin og stafræn verslunarumhverfi geta farið best saman og tekin fyrir dæmi af neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Nemendur munu fá sniðmát og mælt verður með tólum á netinu. Tekin verða fyrir áhugaverð raunverkefni. 

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur:

  • Hafi öðlast skilning á sumum af þeim ógnunum og tækifærum sem fylgja stafrænum viðskiptum og umhverfi
  • Geti sett fram áætlanagerð með viðskiptalíkönum og mælingum þegar tekist er á við stafræn umskipti eða lögð er meiri áhersla á stafræna markaðssetningu
  • Meti mikilvægi þess að búa til mælaborð fyrir markaðsmál og þekki tækifæri sem felast í neytendagreiningum

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram föstudaginn 15. mars 2019 frá kl. 09:00-17:00.

Lengd: Samtals 8 klst. (1 x 8 klst.)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Valdimar er B.Sc. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptafræði og með Ph.D. í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

Verð

Verð: 61.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla Jónsdóttir

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning