Markþjálfun

Um námið

Hæfni í samskiptum og virk hlustun eru þættir sem stjórnendur í dag verða að tileinka sér til að vera í fremstu röð. Nýjar kynslóðir hafa nýja sýn á vinnumarkaðinn þar sem aukin krafa er gerð um að stjórnendur hvetji, styðji og leiði starfsmenn eða viðskiptavini í gegnum áskorun eða vandamál sem þeir standa frammi fyrir. 

  

Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar

Stjórnendamarkþjálfun

Með markþjálfun læra einstaklingar að aðstoða starfsmenn eða viðskiptavini við að finna leiðir til að ná markmiðum sínum. Þetta gera markþjálfar með sérstakri spurningatækni og þjálfun í samskiptum. Sú grein markþjálfunar sem er kennd í Opna háskólanum í HR er kölluð stjórnendamarkþjálfun, eða Executive Coaching. Námið hentar þeim sem vilja verða betri stjórnendur, þeim sem vilja þjálfa aðra til að vera stjórnendur eða vilja hafa markþjálfun að aðalstarfi. Það er auðvelt að byggja frekara nám til vottunar og starfsréttinda ofan á námið. Það er alþjóðlegt og uppbyggt í samræmi við reglur CCUI-samtakanna í Bretlandi. 

Námið fer fram á ensku. 

Af hverju markþjálfun við HR?

Alþjóðleg réttindi

Þegar nemandi hefur uppfyllt skilyrði International Coaching Federation (ICF) um fullnægjandi mætingu í staðarlotu, lokið 20 markþjálfunartímum, skilað verkefnum og leyst rafræn próf er prófskírteini afhent. Þar kemur fram að nemandi hafi lokið námi í markþjálfun við Opna háskólann í HR. Að því loknu geta nemendur ennfremur sótt um ACC-réttindi (Associate Certified Coach) hjá ICF sem veitir þeim alþjóðlega viðurkenningu sem markþjálfar.

Reyndir og vinsælir kennarar

Leiðbeinendur búa yfir áratuga reynslu af stjórnendamarkþjálfun víðsvegar um heim. Kennsluformið er einstaklega líflegt og fjölbreytt og námið, umgjörðin og leiðbeinendurnir hafa hlotið fullt hús stiga (5/5) í kennslumati Opna háskólans í HR frá því að það var fyrst kennt árið 2010.

Öflugt tengslanet

Nemendur eru hvattir til að byggja upp tengsl við aðra markþjálfa meðan á náminu stendur. Þeir geta tekið þátt í fjöldamörgum fjarnámskeiðum eða staðarlotum erlendis sem eingöngu eru ætlaðar nemendum sem stunda eða hafa lokið markþjálfunarnámi. Auk þess mynda nemendur tengslanet sín á milli í náminu við Opna háskólann í HR.

Námsgögn

Innifalið í verði námsbrautarinnar eru þrjár vandaðar kennslubækur um markþjálfun fyrir atvinnulíf sem eru rýndar í kjölinn í líflegum kennslutímum.

Ígildi 7,5 ECTS eininga

Þeir nemendur sem ljúka námi með ACC-réttindi eiga þess kost á að fá námið metið inn í meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykjavík sem valfag til 7,5 ECTS eininga.

Aðgangur að efni CCUI

Nemendur geta nýtt sér sérhönnuð eyðublöð, matskýrslur, greinar, markaðsefni og önnur gögn frá Corporate Coach U (CCUI) um leið og þeir hefja námið.

Fullt fæði og góð aðstaða

Nemendur fá veitingar í staðarlotum og ótakmarkaðan aðgang að aðstöðu Háskólans í Reykjavík meðan á náminu stendur. Nemendur fá þannig aðgang að bókasafni, lesaðstöðu og gagnagrunnum.


Markþjálfun í Opna Háskólanum

Fagráð

Í samráði við fræðimenn og atvinnulífið

Lengri námslínur Opna háskólans í HR eru hannaðar í samráði við fagráð. Þau eru skipuð sérfræðingum akademískra deilda HR og samstarfsaðilum úr atvinnulífinu. Erlendar fyrirmyndir eru jafnframt hafðar að leiðarljósi.

Fagráð um nám í markþjálfun

Alda Sigurðardóttir, MBA frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslands og stjórnendamarkþjálfi frá Opna Háskólanum í HR og Coach University með ACC vottun frá International Coach Federation. Alda er eigandi Vendum Stjórnendaþjálfunar.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta geðheilbrigðis hjá Embætti landlæknis, sálfræðingur, MSc, cand.psych og ACC markþjálfi.

Kamilla Rún Jóhannsdóttir, lektor, fulltrúi viðskiptadeildar HR.
PhD-gráða í Cognitive Science, Carleton University, Ottawa, Kanada og BA frá Háskóla Íslands.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð og stundakennari við viðskiptadeild HR. MBA frá ESADE, MA og BA í heimspeki. Stjórnendamarkþjálfi frá Opna Háskólanum í HR og Coach University með ACC vottun frá International Coach Federation.

Sandra Kr. Ólafsdóttir, verkefnastjóri markþjálfunar í Opna háskólanum í HR. MBA gráða frá Háskólanum í Reykjavík og BSc-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ.

Skipulag

Níu mánaða nám

Nám í markþjálfun hefst í september ár hvert og lýkur með útskrift í maí árið eftir. Nemendur mæta í staðarlotur í Opna háskólann fjórum sinnum á því tímabili en dagsetningar þeirra eru ákveðnar frá ári til árs. Alls eru kennslustundir í staðarlotum 66 talsins fyrir utan vöktuðu samtölin og hringborðsumræðurnar á dagskrá í janúar.

Námið fer fram á ensku. 

Sjá kennsluáætlun

Námslotur 2017-2018

Fyrri staðarlota

26.-29. september 2018

Síðari staðarlota

24.-27. október 2018

Vöktuð samtöl og hringborðsumræður

31. janúar 2019

Class-photo_september-2018

Nemendahópur í markþjálfun árið 2018-2019 ásamt kennurum.

Leiðbeinendur

Lærðu af þeim bestu

Leiðbeinendur í markþjálfun við Opna háskólans í HR eru frumkvöðlar á sviðinu og hafa til að bera ómetanlega reynslu af bæði stjórnunarstörfum og þjálfun stjórnenda.

Námið fer fram á ensku.

Cheryl-Smith-bio-photo1

Cheryl Smith

MCC Executive Coach, MA í stjórnun og forstjóri  Leadscape Learning

Cheryl Smith hefur starfað með leiðtogateymum í yfir 15 löndum í fimm heimsálfum. Hún hefur kennt í markþjálfunarnámi Opna háskólans í HR frá árinu 2010. Hún er einn fyrsti markþjálfinn til að öðlast viðurkenningu ICF (International Coach Federation).

Eftir að hafa starfað við markaðssetningu og stjórnun hjá IBM, hóf Cheryl að þróa sín eigin stjórnendanámskeið þar sem hún nýtir þessa reynslu og þá innsýn sem hún hefur í starfsemi fyrirtækja.

Cheryl er með meistaragráðu í stjórnun og þjálfun (e. Leadership and Training) frá Royal Roads háskólanum í Victoria, Kanada. Hún er jafnframt kennari við háskólann. Cheryl var aðstoðarforstjóri hjá Corporate Coach U og stofnaði nýlega Leadscape Learning Inc., þar sem stjórnendur geta sótt námskeið til að þjálfa sig í því að byggja upp aðra leiðtoga.

Hilary-Oliver

Hilary Oliver

Stjórnendamarkþjálfi (PCC) framkvæmdastjóri alþjóðadeildar ICF

Hilary Oliver hefur leitt nám í markþjálfun við Opna háskólann í HR ásamt Cheryl Smith frá árinu 2012. Hilary er reyndur stjórnendamarkþjálfi og hefur þjálfað stjórnendur frá öllum heimshornum og á mörgum stigum stjórnunar. Í seinni tíð hefur hún sérhæft sig í því að þjálfa unga leiðtoga sem vilja styrkja sig sem stjórnendur til að sinna geta betur sinnt stjórnunarstöðum.

Eftir langan starfsferil hjá bæði stórum fyrirtækjum og minni nýsköpunarfyrirtækjum hefur Hilary öðlast mikla innsýn í kröfurnar sem gerðar eru á vinnustöðum. Sem stjórnendamarkþjálfi telur hún að allir  stjórnendur ættu að vera markþjálfar að einhverju leyti, burtséð frá því hver starfstitill þeirra er.

Verð

Samkeppnishæft verðlag

Verð náms í markþjálfun við Opna háskólann er kr. 750.000. Verðið er lægra en sambærilegt nám í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Opni háskólinn í HR leggur sig fram við að halda verði í lágmarki í samræmi við gæði og umfang námsins. Við bendum áhugasömum á að kanna möguleika sína á niðurgreiðslu námsgjalda hjá stéttarfélögum.

Greiðsla námskeiðsgjalds

Þegar nemendur hafa verið samþykktir inn í námið er sendur reikningur til viðkomandi. Hægt er að gera  raðgreiðslusamning og þannig skipta niður greiðslunum eða greiða með netgíró.

Námsgögn

Innifalið í verði námsbrautarinnar eru þrjár vandaðar kennslubækur um markþjálfun fyrir atvinnulíf.

Aðgangur að efni CCUI

Nemendur geta nýtt sér sérhönnuð eyðublöð, matskýrslur, greinar, markaðsefni og önnur gögn frá Corporate Coach U (CCUI) um leið og þeir hefja námið.

Fullt fæði og góð aðstaða

Nemendur fá veitingar í staðarlotum og ótakmarkaðan aðgang að aðstöðu Háskólans í Reykjavík meðan á náminu stendur. Nemendur fá þannig aðgang að bókasafni, lesaðstöðu og gagnagrunnum.

 

Sækja um

Umsóknarfrestur

Lokað hefur verið fyrir umsóknir skólaárið 2018-2019. Opið er fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2019-2020.

Umsækjendur

Þeir sem hafa lokið háskólaprófi njóta forgangs í námið. Nemendur eru valdir eftir frammistöðu í námi á framhalds- og háskólastigi af fagráði. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega auk annarra þátta svo sem staðfestingu á stjórnendareynslu, reynslu af atvinnumarkaði, umsagna og greinagerðar frá umsækjanda sjálfum.

Rafræn umsókn og fylgigögn

Til að sækja um nám í markþjálfun er fyllt út rafræn umsókn á vef Opna háskólans í HR. Með umsókninni þurfa að fylgja afrit af prófskírteini síðustu prófgráðu og ferilskrá.

Hafðu samband

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning