Hvers vegna markþjálfun í Opna háskólanum í HR?

Alþjóðleg réttindi. Þegar nemandi hefur uppfyllt skilyrði ICF m.a. um fullnægjandi mætingu í staðarlotu, lokið 20 markþjálfunartímum, skilað verkefnum og leyst rafræn próf er prófskírteini afhent, þar sem fram kemur að nemandi hafi lokið námi í markþjálfun við Opna háskólann í HR. Að því loknu geta nemendur ennfremur sótt um ACC réttindi (Associate Certified Coach) hjá ICF (International Coaching Federation) sem veitir þeim alþjóðlega viðurkenningu sem markþjálfar.

Fyrirtaks kennsla. Leiðbeinendur námsins þær Cheryl Smith og Hilary Oliver búa yfir áratuga reynslu af stjórnendamarkþjálfun víðsvegar um heim og eru miklir fagmenn á sínu sviði. Kennsluformið er einstaklega líflegt og fjölbreytt og námið, umgjörðin og leiðbeinendurnir hafa hlotið fullt hús stiga (5/5) í kennslumati Opna háskólans í HR frá því að það var fyrst kennt árið 2010.

Kennslubækur. CCU (Corporate Coach University) og bókaútgefandinn Wiley hafa gefið út fyrstu bækur sinnar tegundar um markþjálfun fyrir atvinnulíf. Innifalið í verði námsbrautarinnar eru þrjár innbundnar og vandaðar kennslubækur, sem verða rýndar í kjölinn í líflegum kennslutímum.

Ígildi 7,5 ECTS eininga. Þeir nemendur sem ljúka námi með ACC réttindi eiga þess kost á að fá námið metið inn í meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykjavík sem valfag til 7,5 ECTS eininga.

Aðgangur að efni CCUI. Um leið og þú hefur námið getur þú nýtt þér sérhönnuð eyðublöð, matskýrslur, greinar, markaðsefni og önnur gögn frá CCUI.

Öflugt tengslanet. Nemendur eru hvattir til að byggja upp tengsl við aðra markþjálfa víðs vegar um heiminn. Þeim stendur til boða að taka þátt í fjöldamörgum fjarnámskeiðum eða staðarlotum erlendis sem eingöngu eru ætlaðar nemendum sem stunda eða hafa lokið markþjálfunarnámi.

Fullt fæði og fullkomin aðstaða. Nemendur fá fullt fæði í staðarlotum og ótakmarkaðan aðgang að aðstöðu Háskólans í Reykjavík meðan á náminu stendur. Nemendur fá jafnframt aðgang að þráðlausu neti skólans, bókasafni, lesaðstöðu og gagnagrunnum.

Samkeppnishæft verðlag. Opni háskólinn í HR leggur sig fram við að halda verði í lágmarki í samræmi við gæði og umfang námsins. Verð náms í markþjálfun við Opna háskólann er kr. 720.000,- sem er lægra verð en sambærilegt nám í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Við bendum áhugasömum á að kanna möguleika sína á niðurgreiðslu námsgjalda hjá stéttarfélögum. Einnig er boðið upp á raðgreiðslur á kreditkort.