Mindful Leadership með Google aðferðinni

Námskeiðslýsing

Stjórnendur og leiðtogar nútíma fyrirtækja þurfa að búa yfir einbeitningu, þolgæðum og samskiptahæfileikum til að leiða starfsmenn sína til árangurs á tímum hraða og breytinga.

Google-aðferðin er hagnýt og áhrifarík þjálfunaraðferð til að minnka streitu og skapa rými til forystu í flóknu og krefjandi starfsumhverfi nútímans, með aukinni hugarró, sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, skýrleika, tilfinningagreind og samkennd.

Stjórnendaþjálfun með Mindful Leadership – Google aðferðinni byggir á bók Chade-Meng Tan, „Leitaðu inn á við“ (Search Inside Yourself). Chade-Meng Tan innleiddi Mindful Leadership hjá Google sem nú er verðmætasta vörumerki heimsins.

Markmið

Þjálfunardagskráin miðar að aukinni persónulegrar færni leiðtoga:

  • Betri sjálfstenging, aukið þolgæði og minni streita
  • Betri starfsgeta, betri samskiptahæfni og aukin samkennd með öðrum
  • Meiri skilvirkni og aukin geta til að taka góðar ákvarðanir
  • Meiri sköpunarmáttur og frumlegri hugsun


Framúrskarandi árangur nemenda

Námskeiðið hefur nú verið kennt við Opna háskólann í HR í tvo vetur og hafa þátttakendur verið spurðir fyrir og eftir námskeiðið um leiðtogafærni sína á þeim sviðum sem leitast er við að efla. Árangurinn er vægast sagt áhugaverður:

  • Bæting á leiðtogafærni sem tengist sjálfstengingu og streitu mældist 46% eftir námskeiðið
  • Þættir sem tengjast starfsgetu bötnuðu um 25%
  • bæting á skilvirkni og ákvörðunarhæfni reyndist 28%
  • Sköpun og frumleiki var um 25% meiri að mati þátttakenda eftir að þjálfun lauk

Mindful-Leadership_Baeting-a-leidtogafaerni


Þrír grunnþættir

Mindful_mynd

Núvitund: Rannsóknir sýna að núvitund er öflugasta aðferðin sem þekkist
í dag til að efla persónulega hæfni, auka tilfinningagreind og nýta þá visku sem býr innra með okkur.

Tilfinningagreind: Rannsóknir sýna að öflug tilfinningagreind veitir sjálfsþekkingu,
sjálfstraust og sjálfsstjórn, sem skiptir sköðum fyrir árangur á nútíma vinnumarkaði. 

Taugalífeðlisfræði: Aðferðin er í raun heilaþjálfun (“Brain training”), en nýjustu heilarannsóknir sýna að núvitund styrkir þau svæði í heilanum sem hafa m.a. að gera með yfirvegun, einbeitingu, minni, sjálfsstjórn og getu til að velja sér viðbrögð.

Vinnulag á námskeiðinu

Þátttakendur hittast vikulega í fjögur skipti í notalegu umhverfi þar sem friður gefst frá amstri hversdagsins og markviss þjálfun fer fram. Þjálfunin er u.þ.b. 1/3 efnisyfirferð leiðbeinenda og 2/3 hagnýt þjálfun þar sem þátttakendur fá markvissa leiðsögn í núvitund, hugarfarsvinnu og tilfinningalæsi. Einnig er unnið með hagnýt starfstengd verkefni er varða vinnulag, samskipti, teymisvinnu og ákvörðunatöku.

Námskeiðinu fylgir námskeiðshefti, leiðarbók og aðgangur að hljóðskrám með núvitundarleiðsögn. Þátttakendur eru hvattir til að stunda núvitund daglega og þjálfa ákveðna færni á milli þess sem hópurinn hittist.

Lokuð Facebook síða er stofnuð til að miðla efni til þátttakenda milli námskeiðsdaga.

Skipulag

Tími: Kennt er mánudagana 30. október, 6., 13., og 20. nóvember frá kl. 9:00 - 13:00.  

Lengd: 4x4 klst. (16 klst)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.    

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinendur

Tveir af reyndustu sérfræðingum landsins á sviði núvitundarþjálfunar og stjórnendafræða leiða námskeiðið.


Ásdís Olsen

Ásdís Olsen

BEd. og MA

Ásdís  er viðurkenndur Mindfulness kennari og hefur sérhæft sig í þjálfun stjórnenda og innleiðingu Mindfulness á vinnustaði. Ásdís er reyndur háskólakennari, fjölmiðlakona og ráðgjafi. Ásdís hefur einnig haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um núvitund, hugarstjórn og jákvæða sálfræði.
Þórður Víkingur Friðgeirsson

Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson

PhD

Þórður Víkingur er verkfræðingur og einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum. Þórður er brautryðjandi við að kynna til sögunnar aðferðir sem minnka sóun, auka sjálfbærni og árangur fyrirtækja til lengri og skemmri tíma.


Verð

Verð: kr.110.000.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og létt kaffi hressing.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra Kr. Olafsdottir

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri