Mindful Leadership - Google aðferðin

Námskeiðslýsing

Google aðferðin

Stjórnendaþjálfun með Google aðferðinni er hagnýt og áhrifarík leið til að efla leiðtogafærni og tileinka sér það sem efst er á baugi í leiðtoga- og stjórnendafræðum.

Mindful Leadership miðar að aukinni hæfni til að halda einbeitingu og skapa rými til forystu í flóknu og krefjandi starfsumhverfi nútímans. Mörg af öflugustu fyrirtækjum heims og framsæknar stofnanir á borð við Google, Apple, Nike, General Mills, bandaríska herinn, dönsku ríkisstjórnina og Harvard Business School hafa tekið Mindful Leadership í þjónustu sína með árangri sem eftir er tekið um allan heim.

Fjöldi rannsókna sýnir einstakan ávinning af aðferðafræði Mindful Leadership sem er bæði hagnýt og áhrifarík og miðar að aukinni hugarró, einbeitingu, skýrleika, sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, samskiptafærni, vellíðan og sátt.

 

Mindful_mynd

 

Þrír grunnþættir

Núvitund: Rannsóknir sýna að núvitund er öflugasta aðferðin sem þekkist í dag til að efla persónulega hæfni, auka tilfinningagreind og nýta þá visku sem býr innra með okkur.

Tilfinningagreind: Rannsóknir sýna að öflug tilfinningagreind veitir sjálfsþekkingu, sjálfstraust og sjálfsstjórn, sem skiptir sköpum fyrir árangur á nútíma vinnumarkaði. 

Taugalífeðlisfræði: Aðferðin er í raun heilaþjálfun (“Brain training”), en nýjustu heilarannsóknir sýna að núvitund styrkir þau svæði í heilanum sem hafa m.a. að gera með yfirvegun, einbeitingu, minni, sjálfsstjórn og getu til að velja sér viðbrögð. 

Markmið

Markmið þjálfunarinnar er að aðstoða stjórnendur og fyrirtæki að ná valdi á nokkrum af helstu áskorunum á vinnumarkaði nútímans:

  • Byggja upp yfirvegun og skapa rými til forystu í flóknu og krefjandi starfsumhverfi nútímans.

  • Móta vinnuumhverfi þar sem fólk fær að blómstra, sem er hvetjandi, skapandi og þroskandi fyrir einstaklinginn.

  • Skapa jákvæðan starfsanda þar sem öryggi og sátt ríkir, þar sem læra má af mistökum og samvinna ríkir í stað samkeppni.

  • Styðja fólk til að takast á við veröld sem einkennist af hraða, áreiti, fjölbreytileika, tæknibyltingum og auknum tengingum milli landa, fyrirtækja og einstaklinga.

Vinnulag á námskeiðinu

Þátttakendur hittast vikulega í fjögur skipti í notalegu umhverfi þar sem friður gefst frá amstri dagsins og markviss þjálfun fer fram. Þjálfunin er u.þ.b. 1/3 efnisyfirferð leiðbeinenda og 2/3 hagnýt þjálfun þar sem þátttakendur fá markvissa leiðsögn í núvitund, hugarfarsvinnu og tilfinningalæsi. Einnig er unnið með hagnýt starfstengd verkefni er varða vinnulag, samskipti, teymisvinnu og ákvörðunatöku. Námskeiðinu fylgir námskeiðshefti, leiðarbók og aðgangur að hljóðskrám með núvitundarleiðsögn. Þátttakendur eru hvattir til að stunda núvitund daglega og þjálfa ákveðna færni á milli þess sem hópurinn hittist.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað leiðtogum og stjórnendum á öllum stigum og þeim sem vilja bæta perónulega hæfni sína í lífi og starfi. 

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram  mánudagana 25. september, 2., 9., og 16 október frá kl. 9:00 - 13:00.  

Lengd: 4x4 klst. (16 klst)

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.    

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Tveir af reyndustu sérfræðingum landsins á sviði Mindfulness þjálfunar og stjórnendafræða leiða námskeiðið, þau Ásdís Olsen og Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson.

Ásdís Olsen

Ásdís Olsen

 

 

Ásdís (BEd. og MA) er viðurkenndur kennari á sviði núvitundar, eða Mindfulness, og hefur sérhæft sig í núvitund fyrir stjórnendur og innleiðingu á vinnustaði. Hún er reyndur háskólakennari, fjölmiðlakona og ráðgjafi. Ásdís hefur einnig haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um núvitund, hugarstjórn og jákvæða sálfræði.

Þórður Víkingur Friðgeirsson

Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson

 

 

Þórður Víkingur er verkfræðingur og einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum. Hann hefur verið brautryðjandi við að kynna til sögunnar aðferðir sem minnka sóun, auka sjálfbærni og auka samtímis hagnað og árangur fyrirtækja til lengri og skemmri tíma.

Verð

Verð: kr.110.000.

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og létt kaffi hressing.

Opni háskólinn hvetur umsækjendur til þess að kynna sér greiðsluskilmála Opna háskólans áður en sótt er um í námið. Sjá greiðsluskilmála.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika.

Hafðu samband

Sandra Kr. Olafsdottir

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Verkefnastjóri