Notkun myndbanda við markaðssetningu á netinu

Online Video Marketing

Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á YouTube og aðra markaðssetningu með myndböndum. Skoðuð verða nokkur þekkt myndbönd sem hafa notið sérstakra vinsælda hjá neytendum jafnframt því að tekin verða nokkur valin dæmi af framúrskarandi notkun myndbanda hjá fyrirtækjum á netinu. Hér verður hugað sérstaklega að efnismarkaðssetningu (e. content marketing) og upplifun neytenda.

Markmiðið er að sýna nemendum hvernig notkun myndbanda á netinu getur bætt markaðssetningu á skynsamlegan hátt. Rætt verður um ýmis greiningartól sem að YouTube og aðrir hafa útbúið fyrir markaðsfólk og farið í gegnum virkni þeirra. Spurningar námskeiðsins munu m.a. miða að því að komast að því hvernig skynsamlegt sé að greina tækifæri myndbanda, hvar eigi að byrja, hvað beri að varast og hvernig eigi að bregðast við vandamálum eða þegar ráðist er á fyrirtæki eða skipulagsheildir með beinum eða óbeinum hætti?

Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur:

  • Hafi öðlast skilning á mikilvægi myndbanda fyrir markaðsstjórnun
  • Geti rökstutt ákvarðanir er varða notkun myndbanda og metið árangurinn
  • Þekki bæði tækifæri og ógnanir sem fylgja því að nota myndbönd í markaðslegum tilgangi

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Skipulag

Tími: Kennsla fer fram föstudaginn 18. janúar frá kl: 09:00 - 17:00.

Lengd: Samtals 8 klst.

Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Leiðbeinandi

Valdimar Sigurðsson

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Valdimar er með B.Sc. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptafræði og með Ph.D. í markaðsfræði með áherslu á neytendahegðun. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University undir leiðsögn prófessors Gordon Foxall og leiðir nú fagsvið markaðsfræða innan viðskiptadeildar HR. Hann hefur birt fjölda greina og bókakafla, unnið til rannsóknarstyrkja og situr í ritstjórn ameríska sálfræðiritsins The Psychological Record. Valdimar hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

Verð

Verð: 61.000 kr.

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér þína möguleika. 

Hafðu samband

Ásdís Erla

Ásdís Erla Jónsdóttir

Verkefnastjóri


Skráning